HK endurnýjaði kynni sín af öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í dag þegar liðið lagði FH með 13 marka mun í Kórnum í Kópavogi í kaflaskiptum leik, 34:21. HK komst þar með á ný einu stigi upp fyrir Aftureldingu þegar tvær umferðir eru eftir í deildinni.
HK var tveimur mörkum yfir í hálfleik í Kórnum í dag, 15:13. FH-liðið byrjaði hinsvegar leikinn af krafti og var fimm mörkum yfir, 12:7 eftir miðjan hálfleikinn áður en HK-ingar fundu taktinn.
Tvær síðustu umferðir Grill 66-deildarinnar verða leiknar 14. og 23. mars. HK á eftir að mæta Víkingi og Fjölni en Afturelding mætir Fram2 og Haukum2.
KA/Þór hefur fyrir löngu tryggt sér efsta sæti Grill 66-deildar og fékk afhent sigurlaun sín í gær eftir sigur á Víkingi, 21:14.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 6, Anna Valdís Garðarsdóttir 6, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Guðrún Maryam Rayadh 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Selma Sól Ómarsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 14, Danijela Sara Björnsdóttir 2.
Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 6, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 3, Eva Gísladóttir 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 2, Telma Medos 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 4, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3.
Tölfræði HBritara.
Haukar2 – Fram2 30:37 (15:15).
Mörk Hauka2: Ester Amíra Ægisdóttir 16, Brynja Eik Steinsdóttir 4, Katrín Inga Andradóttir 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Roksana Jaros 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Olivia Boc 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 9, Erla Rut Viktorsdóttir 2.
Mörk Fram2: Elín Ása Bjarnadóttir 10, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 10, Valgerður Arnalds 8, Sara Rún Gísladóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Matthildur Bjarnadóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Líf Líndal 11.
Tölfræði HBritara.