- Auglýsing -
HK vann öruggan sigur á Gróttu í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímbili, 31:21. Leikið var í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Liðin mætast á nýjan leik í Kórnum á sunndagskvöldið og vinni HK einnig þann leik kemst liðið í úrslit um sæti í Olísdeild gegn ÍR eða FH.
Gróttu tókst að halda í við HK í fyrri hálfleik og aðeins var fjögurra marka munur að honum loknum, 17:13, HK í vil. Í síðari hálfleik skildu leiðir fyrir fullt og fast og munurinn á Olísdeildarliði og því sem hafnar í fjórða sæti Grill66-deildar kom berlega í ljós.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 9, Rut Bernódusdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Nína Líf Gísladóttir 1.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Katrín Hekla Magnúsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
- Auglýsing -