HK situr eitt liða í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Val 2, 29:20, í síðasta leik 12. umferðar í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Kópavogsliðið var með sex marka forskot þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var á enda.
HK hefur þar með 22 stig eftir 12 leiki. Grótta er tveimur stigum á eftir í öðru sæti. Víkingur situr í þriðja sæti með 13 stig. Kapphlaupið um efsta sætið er fyrst og fremst á milli HK og Gróttu. HK liðið var ekki tilbúið að gefa þumlung eftir í kapphlaupinu í heimsókn sinni á Hlíðarenda.
Mörk Vals 2: Guðrún Hekla Traustadóttir 7, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Alba Mist Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Eyrún Anna Arnarsdóttir 2, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1, Lena Líf Orradóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 8, Iðunn Erla Mýrdal Helgadóttir 4.
Mörk HK: Tinna Ósk Gunnarsdóttir 6, Jóhanna Lind Jónasdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Inga Fanney Hauksdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Hekla Sóley Halldórsdóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Selma Sól Ómarsdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 14, Tanja Glóey Þrastardóttir 2.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.




