-Auglýsing-

HK-ingar sýndu ÍR-ingum enga miskunn

- Auglýsing -

HK sýndi engan miskunn í kvöld og skildi ÍR eitt eftir í neðsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik. HK vann með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið yfir stóran hluta síðari hálfleiks. Þetta var annar vinningur HK í röð og er liðið komið með fjögur stig eins og Fram og Þór í níunda til ellefta sæti deildarinnar. ÍR er áfram með eitt stig í 12. og neðsta sæti.


HK hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 12:9. ÍR blés til sóknar í upphafi síðari hálfleiks, tókst að jafna metin og komast yfir, 15:14, eftir um tíu mínútur. Lengra komust ÍR-ingar ekki. HK tók völdin á nýjan leik og vann sannfærandi sigur með Róbert Örn Karlsson markvörð í broddi fylkingar.

Róbert Örn fór á kostum og varði 17 skot. Reyndar verður ekki kvartað yfir frammistöðu Ólafs Rafns Gíslasonar markvarðar ÍR en frammistaða hans var ekki jafn afgerandi þegar upp var staðið.


Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7/1, Ágúst Guðmundsson 5, Sigurður Jefferson Guarino 4, Tómas Sigurðarson 3, Örn Alexandersson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Andri Þór Helgason 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Ingibert Snær Erlingsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 17/2, 45,9% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 0.

Mörk ÍR: Jökull Blöndal Björnsson 10/3, Bernard Kristján Owusu Darkoh 7, Eyþór Ari Waage 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Baldur Fritz Bjarnason 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Nathan Doku Helgi Asare 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 20/1, 40%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -