- Auglýsing -

HK lætur ekkert stöðva sig – úrslit kvöldsins og staðan

Hjörtur Ingi Halldórsson og félagar í HK unnu sjöunda leik sinn í Grill 66-deildinni í kvöld. Mynd /Eyjólfur Garðarsson

Ekkert virðist getað stöðvað leikmenn HK í Grill 66-deild karla í handknattleik. Leikmenn liðsins unnu sjöunda leik sinn í kvöld er þeir tóku á móti ungmennaliði Vals sem situr í öðru sæti deildarinnar, 30:27. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot í efsta sæti, 15 stig eftir átta viðureignir.


Víkingar og Þórsarar eru næstir á eftir með með níu stig hvort lið. Víkingur eftir átta leiki en Þór að loknum níu. Þórsarar unnu ungmennalið Selfoss í kvöld með 10 marka mun, 39:29, í Höllinni á Akureyri. Þetta var annar sigur Þórs í röð eftir að Stevce Alusovski þjálfari tók pokann sinn snemma í síðustu viku.


Víkingar eru væntanlega einnig að ná sér á strik. Þeir voru með yfirhöndina frá upphafi til gegn frískum piltum í ungmennaliði Hauka á Ásvöllum og unnu með þriggja marka mun, 29:26.


Fjölnir tapaði niður tveggja marka forskoti á síðustu mínútum í heimsókn til granna sinna í Úlfarsárdal, 26:26. Daníel Stefán Reynisson og Ólafur Brim Stefánsson skoruðu tvö siðustu mörk leiksins og tryggðu Fram annað stigið.

Úrslit kvöldsins í Grill 66-deild karla

HK – Valur U 30:27 (15:11).
Mörk HK: Júlíus Flosason 5, Símon Michael Guðjónsson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Kristófer Ísak Bárðarson 3, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Kristján Pétur Barðason 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 15.
Mörk Vals U.: Breki Hrafn Valdimarsson 8, Áki Hlynur Andrason 6, Tómas Sigurðarson 4, Ísak Logi Einarsson 4, Andri Finnsson 2, Knútur Gauti Kruger 2, Erlendur Guðmundsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 10.

Þór Ak – Selfoss U 39:29 (17:13).
Mörk Þórs: Kostadin Petrov 10, Josip Vekic 8, Jón Ólafur Þorsteinsson 8, Jóhann Geir Sævarsson 4, Aron Hólm Kristjánsson 4, Halldór Yngvi Jónsson 2, Kristján Páll Steinsson 1, Arnviður Bragi Pálmason 1, Jonn Rói Tórfinnsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 13, Kristján Páll Steinsson 3.
Mörk Selfoss U.: Sæþór Atlason 9, Gunnar Flosi Grétarsson 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 1, Árni Ísleifsson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1.
Varin skot: Karl Jóhann Einarsson 9.

Haukar U – Víkingur 26:29 (10:12).
Mörk Hauka U.: Ágúst Ingi Óskarsson 8, Þorfinnur Máni Björnsson 5, Jakob Aronsson 3, Sigurður Jónsson 3, Gísli Rúnar Jóhannsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Alex Már Júlíusson 1, Magnús Gunnar Karlsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 5, Steinar Logi Jónatansson 1.
Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 7, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Guðjón Ágústsson 5, Halldór Ingi Óskarsson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Styrmir Sigurðarson 2, Jón Hjálmarsson 1, Marinó Gauti Gunnlaugsson 1, Arnar Gauti Grettisson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 6.

Fram U – Fjölnir 26:26 (11:13).
Mörk Fram U.: Ólafur Brim Stefánsson 7, Ívar Logi Styrmisson 5, Eiður Rafn Valsson 5, Elí Falkvard Traustason 3, Tindur Ingólfsson 3, Max Emil Stenlund 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Arnþór Sævarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 17.
Mörk Fjölnis: Sigurður Örn Þorsteinsson 7, Ríkharður Darri Jónsson 5, Brynjar Óli Kristjánsson 5, Viktor Berg Grétarsson 3, Benedikt Marinó Herdísarson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Alex Máni Oddnýjarson 2.
Varin skot: Andri Hansen 18.


KA U – Kórdrengir 33:27 (14:15).
Mörk KA U.: Haraldur Bolli Heimisson 5, Logi Gautason 5, Dagur Árni Heimisson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Jens Bragi Bergþórsson 3, Kristján Gunnþórsson 3, Steinþór Snær Jóhannsson 2, Hugi Elmarsson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Aron Daði Bergþórsson 1, Aðalbjörn Leifsson 1, Ernir Elí Ellertsson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 8.
Mörk Kórdrengja: Eyþór Vestmann 11, Logi Aronsson 6, Hrannar Máni Gestsson 4, Arne Karl Wehmeier 3, Sigurður Karel Bachmann 1, Guðfinnur Þorgeirsson 1, Gísli Hafþór Þórðarson 1.
Varin skot: Viktor Bjarki Ómarsson 7.

Staðan í Grill 66-deild karla:

HK8710270 – 20515
Valur U7511213 – 19011
Víkingur8413238 – 2369
Þór Ak.9414269 – 2589
Fjölnir7322216 – 2048
KA U7322221 – 2138
Fram U8314231 – 2357
Selfoss U8215250 – 2905
Haukar U6204168 – 1744
Kórdrengir8008198 – 2690

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -