- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK lagði Íslandsmeistarana – annar sigur hjá Gróttu og Haukum

Sigurður Jefferson Guarino línumaður HK að skora eitt sex marka sinna gegn FH í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara FH í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld, 36:32, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 16:14. Þetta var fyrsti sigur HK í deildinni í vetur en liðið var óheppið að fá ekkert út úr viðureign sinni við Stjörnuna í fyrstu umferð.

HK liðið lék agaðan og skipulagðan leik sem skilaði liðinu þessum óvænta sigri á Íslandsmeisturunum sem náði engum töku á varnarleik sínum. Markvörður HK, Jovan Kukobat var öflugur, ekki síst á lokakaflanum.

Annar sigur Gróttu

Grótta fagnaði öðrum sigri sínum í deildinni þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik í Skógarseli, 33:29. Eins og HK þá var Grótta undir að loknum fyrri hálfleik, 18:16. Síðustu 10 mínútur leiksins voru leikmenn Gróttu öflugri. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu á allra síðustu mínútunum til þess að slá Gróttumenn út af laginu en allt kom fyrir ekki.

Aron Rafn Eðvarðsson var vel með á nótunum í marki Hauka í síðari hálfleik í KA-heimilinu í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Öruggt hjá Haukum

Í KA-heimilinu náðu heimamenn sér ekki á strik gegn einbeittu liði Hauka sem vann öruggan átta marka sigur, 34:26. Haukar hafa þar með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina en KA-menn reka lestina í deildinni án stiga.

Skarphéðinn Ívar Einarsson kunni vel við sig í búningi Hauka á gamla heimavellinum í kvöld og skoraði átta mörk. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Haukar voru sterkari frá upphafi til enda í KA-heimiliu. KA tókst að minnka muninn í tvö mörk síðla í fyrri hálfleik. Nær komust leikmenn KA ekki. Haukar réðu lögum og lofum allan síðari hálfleikinn og hélt öruggu forskoti sem var aldrei minna en fjögur mark.

Tveir leikir fara fram í Olísdeild karla annað kvöld. ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn og Aftureldingarmenn sækja Valsmenn heim.

Leikjadagskrá Olísdeilda og staðan.

Upptökur af öllum leikjum kvöldsins er að finna á handboltapassanum.

HK – FH 36:32 (14:16).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 7, Andri Þór Helgason 6/2, Sigurður Jefferson Guarino 6, Ágúst Guðmundsson 6, Haukur Ingi Hauksson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Leó Snær Pétursson 2, Júlíus Flosason 2.
Varin skot: Jovan Kukobat 13, 28,9%.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 6, Símon Michael Guðjónsson 6/2, Aron Pálmarsson 4, Garðar Ingi Sindrason 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Birgir Már Birgisson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Gunnar Kári Bragason 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7, 25% – Birkir Fannar Bragason 5, 25%.

Öll tölfræði HBStatz.

Hjörtur Ingi Halldórsson markahæsti leikmaður HK. Ljósmynd/J.L.Long

ÍR – Grótta 29:33 (18:16).
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 9, Bernard Kristján Darkoh 7, Sveinn Brynjar Agnarsson 6, Andri Freyr Ármannsson 3, Róbert Snær Örvarsson 2, Jökull Blöndal Björnsson 1, Viktor Freyr Viðarsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 11, 30,6% – Ólafur Rafn Gíslason 0.
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 9, Jón Ómar Gíslason 8/2, Atli Steinn Arnarson 5, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 5, Gunnar Dan Hlynsson 2, Hannes Grimm 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10, 34,5% – Hannes Pétur Hauksson 3, 25%.

Öll tölfræði HBStatz.

Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fimm mörk fyrir Hauka. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA – Hauka 26:34 (16:18).
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 9/1, Einar Birgir Stefánsson 6, Magnús Dagur Jónatansson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2/2, Ott Varik 2/2, Arnór Ísak Haddsson 2, Einar Rafn Eiðsson 1, Daði Jónsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 9/1, 29% – Nicolai Horntvedt Kristensen 1, 8,3%.
Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 8, Össur Haraldsson 6, Andri Fannar Elísson 6/4, Hergeir Grímsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Þráinn Orri Jónsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 7/2, 38,9% – Vilius Rasimas 5, 25%.

Öll tölfræði HBStatz.

Leikjadagskrá Olísdeilda og staðan.

Andri Fannar Elísson var öryggið uppmálað í vítaköstum, skoraði úr fjórum. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -