HK og FH komust áfram í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik karla í kvöld. HK lagði Selfoss, 27:23, í Kórnum. Á sama tíma lögðu FH-ingar liðsmenn Gróttu, sem leikur í Grill 66-deildinni, með sex marka mun í Hertzhöllinni, 35:29.
Selfoss-liðið hefur verið á nokkru flugi í Olísdeildinni síðustu vikur. Því tókst hinsvegar ekki að leggja stein í götu HK-inga sem hafa átt erfitt uppdráttar lengi vel. HK var með yfirhöndina lengst af í viðureigninni og hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 12:9. Allan síðari hálfleikinn var yfirhöndin hjá HK-ingum sem unnu sannfærandi sigur.
Grill 66-deildarlið Gróttu reyndi hvað það gat til þess að veita FH-ingum keppni. FH-ingar fóru sér hinsvegar í engu óðslega. Þeir voru með tögl og hagldir frá upphafi til enda.
HK – Selfoss 27:23 (12:9).
Mörk HK: Haukur Ingi Hauksson 8, Leó Snær Pétursson 6/3, Ágúst Guðmundsson 6, Sigurður Jefferson Guarino 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Örn Alexandersson 2.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 12/1, 34,3%.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7/1, Haukur Páll Hallgrímsson 4, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Alvaro Mallols Fernandez 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Guðjón Óli Ósvaldsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 12, 30,8%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Grótta – FH 29:35 (18:21).
Mörk Gróttu: Bessi Teitsson 8, Antoine Óskar Pantano 5, Gísli Örn Alfreðsson 5, Ari Pétur Eiríksson 4, Gunnar Hrafn Pálsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 9, Þórður Magnús Árnason 8.
Mörk FH: Ómar Darri Sigurgeirsson 9, Garðar Ingi Sindrason 6, Birkir Benediktsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Einar Örn Sindrason 3, Þórir Ingi Þorsteinsson 3, Brynjar Narfi Arndal 1, Daníel Freyr Andrésson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21.