- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK stendur vel að vígi

Arnar Gunnarsson og leikmenn HK leggja á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK stendur vel að vígi í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna eftir annan sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 24:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8. Kópavogsliðið hefur þar með tvo vinninga en ÍR engan. Á föstudaginn mætast liðin í þriðja sinn í Kórnum og takist HK að vinna heldur liðið sæti sínu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.


HK-ingar voru með yfirhöndina í leiknum í kvöld frá upphafi til enda. Forskotið var frá tveimur og upp í fimm mörk og í raun aldrei vafi hvort liðið væri sterkara né færi með sigur úr býtum.

HK-liðið var og er talsvert sterkara þótt það sé skipað að uppistöðu til ungum og efnilegum leikmönnum. Flestir þeirra hafa meiri reynslu en liðsmenn ÍR sem eiga enn nokkuð í land að standa jafnfætis HK.


Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 6/4, Anna María Aðalsteinsdóttir 4, Hildur María Leifsdóttir 3, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2/1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Theodóra Sveinsdóttir 1, Sylvía Jónsdóttir 1/1, Fanney Ösp Finnsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 12.


Mörk HK: Elna Ólöf Guðjónsdóttir 7, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5/4, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Margrét Guðmundsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 7/2.

Handbolti.is var í Austurbergi og fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -