- Auglýsing -
HK heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili eftir að liðið vann ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar í kvöld. HK lagði þá ÍR í þriðja sinn, 26:22, og hlaut þrjá vinninga í jafnmörgum leikjum. ÍR náði ekki að vinna leik í úrslitunum en liðið vann FH í undanúrslitum. ÍR náði þó lengra að þessu sinni en í fyrra en þá heltist liðið úr lestinni í undanúrslitum umspilsins.
ÍR byrjaði leikinn í kvöld betur. Þegar kom fram yfir 20. mínútu komst HK yfir og lét yfirhöndina aldrei af hendi. Að loknum fyrri hálfleik var munurinn tvö mörk, 13:11. Mestu munaði átta mörkum í síðari hálfleik, 23:15.
Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir 9/3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 5, Margrét Guðmundsdóttir 5, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Valgerður Ýr Þorseteinsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demien 5/3, Hildur María Leifsdóttir 4, Laufey Lára Höskuldsdóttir 4, Anna María Aðalsteinsdóttir 3, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 1.
Handbolti.is var í Kórnum og fylgdist með leiknum í textafærslu hér fyrir neðan.
- Auglýsing -