- Auglýsing -

Hlakka til að ná fram hefndum gegn Spánverjum

- Auglýsing -


„Fyrsta markmiðinu er náð að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Dagur Árni Heimisson fyrirliði 19 ára landsliðs karla í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að landsliðið tryggði sér sæti í úrslitum Opna Evrópumótsins með sigri á Króötum í kvöld, 32:30. Úrslitaleikurinn verður við Spánverja í Scandinanvium-íþróttahöllinni í Gautaborg síðdegi á morgun.

Ísland leikur til úrslita á Opna EM í Gautaborg

Tikkaði allt í síðari hálfleik

„Við vorum með yfirhöndina í leiknum í kvöld frá upphafi til enda en náðum aldrei að slíta Króatana almennilega af okkur. Þeir leika frekar hægan sóknarleik og eru fastir fyrir í vörninni. Við vorum ekki nógu góðir í vörninni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik þá tikkaði allt inn hjá okkur. Varnarleikurinn var betri, við vorum aðeins aftar og náðum að loka betur á línumanninn sem var alltaf að rykkja undir okkur,“ sagði Dagur Árni.

Elís Þór Aðalsteinsson sækir að vörn Króata. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Alvöru mót

„Þegar á heildina er litið er ég ánægður með sigurinn og hlakka að ná fram hefndum gegn spænska liðinu í úrslitaleiknum. Þetta er alvöru mót sem við erum að taka þátt í. Öll umgjörð er fyrsta flokks, toppmót,“ sagði Dagur Árni sem var með á Opna Evrópumótinu fyrir tveimur árum, þá í 17 ára landsliðinu.

Íslenska liðið tapaði fyrir spænska landsliðinu í riðlakeppninni fyrr á mótinu með tveggja marka mun í hörkuleik.

Var síðast í stúkunni

„Við fórum á þetta mót fyrir tveimur árum, í 17 ára liðinu, þá sátum við í stúkunni og fylgdumst með úrslitaleiknum í glæsilegri keppnishöllinni, Scandinavium. Nú er röðin komin að okkur að leik úrslitaleikinn. Það ríkir bara mikil tilhlökkun,“ segir Dagur Árni sem var valinn í úrvalslið Opna EM 17 ára fyrir tveimur árum.

Garðar Ingi Sindrason í þann mund að skora eitt fimm marka sinna. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Næsti sólarhringur fer í slappa af, borða mikið og horfa á klippur af Spánverjunum,” segir Dagur Árni Heimisson reyndur fyrirliði 19 ára landsliðs karla í handknattleik.

Þetta var gríðarsterkt hjá strákunum

Yngri landslið – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -