Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur samið við slóvakann, Martin Stranovsky, 31 árs gamlan hornamann til fjögurra mánaða. Honum er ætlað að hlaupa í skarðið fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson meðan hann jafnar sig á erfiðum meiðslum.
Stranovsky kemur frá Tatran Presov í Slóvakíu en hann hefur á ferlinum leikið með fleiri liðum svo sem Barcelona og Ademar León á Spáni.
Eins og handbolti.is greindi frá á dögunum hefur iljarfellsbólga (plantar fascitis) hrjáð Stefán Rafn mánuðum saman. Hún lýsir sér í særindum í sin í ilinni sem liggur út í hælinn, svokölluð, plantar fascia. Með komu Stranovsky er ljóst að nokkuð er í að Stefán Rafn verði kominn á fulla ferð á ný handknattleiksvellinum.
- Auglýsing -