- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hljóp á snærið hjá landsliði Norður-Makedóníu

Leikmenn landsliðs Norður-Makedóníu fagna sigri í forkeppni HM um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það hljóp á snærið hjá leikmönnum kvennalandsliðs Norður-Makedóníu eftir að þeir tryggðu sér sæti í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið um síðustu helgi, m.a. eftir að hafa unnið íslenska landsliðið. Stjórnendur Handknattleikssambands Norður-Makedóníu ákváðu í kjölfarið að verðlauna liðið fyrir árangurinn með 10.000 evrum sem skiptast jafnt á milli leikmanna. Þetta er jafnvirði 1,5 milljóna króna.


Þar með er ekki öll sagan sögð því leikmönnum hefur verið heitið fjórfaldri þessari upphæð, 40.000 evrur, takist þeim að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember. Til þess verður landslið Norður-Makedóníu að vinna landslið Rúmeníu í umspilsleikjum sem fram fara eftir miðjan næsta mánuð.

Karlalandslið Norður-Makedóníu fær einnig að skipta á milli sín 40.000 evrum, um 6 milljónum króna, ef þeir vinna sinn riðil í undankeppni EM sem nú stendur yfir. Verðlaunaupphæðin lækkar niður í 30.000 evrur hafni liðið í öðru sæti riðilsins sem einnig tryggir keppnisrétt á EM.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, sagði við handbolta.is að sambandið hefði ekki tök á að verðlauna landslið sín, hvorki kvenna né karla, með þessum hætti.

Íslenska landsliðið komst einnig áfram í umspilsleiki um HM sæti þrátt fyrir tap fyrir Norður-Makedóníu því liðið vann Litháen og Grikkland í framhaldinu sem dugði til.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -