- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM 2023 – lokastaðan, riðlakeppni

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hófst miðvikudaginn 11. janúar í Katowice í Póllandi. Svíar og Pólverjar eru gestgjafar mótsins. Alls taka landslið 32 þjóða þátt í mótinu sem stendur til sunnudagsins 29. janúar. Þetta er annað 32-liða heimsmeistaramótið í karlaflokki.


Á fyrsta stigi mótsins, frá 11. til og með 17. janúar verður leikið í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú lið úr hverjum riðli fara áfram í milliriðla, neðstu lið hvers riðils taka sæti í keppni um forsetabikarinn.

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppninnar og staðan í riðlunum ásamt upplýsingum um hvað tekur við að henni lokinni.

HM2023: Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan.

A-riðill (Kraká)

Chile – Íran 24:25 (11:13).
Spánn – Svartfjallaland 30:25 (15:12).
Svartfjallaland – Íran 34:31 (19:16).
Spánn – Chile 34:26 (18:15).
Svartfjallaland – Chile 35:33 (20:18).
Íran – Spánn 22:35 (11:21).

Standings provided by Sofascore

B-riðill (Katowice)

Frakkland – Pólland 26:24 (14:13).
Sádi Arabía – Slóvenía 19:33 (8:16).
Frakkland – Sádi Arabía 41:23 (24:14).
Pólland – Slóvenía 23:32 (11:17).
Slóvenía – Frakkland 31:35 (14:16).
Pólland – Sádi Arabía 27:24 (13:12).

Standings provided by Sofascore

C-riðill (Gautaborg)

Grænhöfðaeyjar – Úrúgvæ 33:25 (17:11).
Svíþjóð – Brasilía 26:18 (11:9).
Brasilía – Úrúgvæ 35:24 (19:10).
Svíþjóð – Grænhöfðaeyjar 34:27 (19:8).
Brasilía – Grænhöfðaeyjar 30:28 (17:15).
Úrúgvæ – Svíþjóð 12:47 (8:25).

Standings provided by Sofascore

D-riðill (Kristianstad)

Ungverjaland – Suður Kórea 35:27 (21:11).
Ísland – Portúgal 30:26 (15:15).
Portúgal – Suður Kórea 32:24 (15:12).
Ísland – Ungverjaland 28:30 (17:12).
Suður Kórea – Ísland 25:38 (13:19).
Portúgal – Ungverjaland 27:20 (16:9).

Portúgal varð eftst í riðlinum, endar með samanlagt með þrjú mörk í plús þegar úrslit leikjanna við Íslendinga og Ungverja eru lögð saman 26:30 og 27:20. Ísland er með tvo mörk í plús, 30:26 og 28:30. Ungverjar með fimm mörk í mínus, 30:28 og 20:27.
Ísland er þar með í öðru sæti og Ungverjar í þriðja.

Standings provided by Sofascore

E-riðill (Katowice)

Þýskaland – Katar 31:27 (18:13).
Serbía – Alsír 36:27 (16:13).
Þýskaland – Serbía 34:33 (19:17).
Katar – Alsír 29:24 (12:11).
17. janúar:
Alsír – Þýskaland 21:37 (9:16).
Katar – Serbía 24:34 (12:15).

Standings provided by Sofascore

F-riðill (Kraká)

Argentína – Holland 19:29 (11:14).
Noregur – Norður Makedónía 39:27 (18:11).
Norður Makedónía – Holland 24:34 (11:18).
Noregur – Argentína 32:21 (16:12).
17. janúar:
Norður Makedónía – Argentína 26:35 (11:18).
Holland – Noregur 26:27 (17:13).

Standings provided by Sofascore

G-riðill (Jönköping)

Marokkó – Bandaríkin 27:28 (12:12).
Egyptaland – Króatía 31:22 (16:12).
Egyptaland – Marokkó 30:19 (13:9).
Króatía – Bandaríkin 40:22 (20:10).
17. janúar:
Bandaríkin – Egyptaland 16:35 (7:19).
Króatía – Marokkó 36:24 (15:13).

Standings provided by Sofascore

H-riðill (Malmö)

Barein – Túnis 27:27 (16:15).
Danmörk – Belgía 43:28 (22:15).
Belgía – Túnis 31:29 (17:16).
Danmörk – Barein 36:21 (16:9).
17. janúar:
Belgía – Barein 28:30 (12:15).
Túnis – Danmörk 21:34 (14:19).

Standings provided by Sofascore


*Þrjú efstu lið hvers riðils halda áfram keppni í fjórum milliriðlum frá 18. -23. janúar, í Gautaborg, Malmö, Kraká og Katowice. Liðin úr A og B-riðlum leika í milliriðlum í Kraká, liðin úr C og D-riðli hittast í Gautaborg, liðin í E og F-riðlum mætast í Katowice og loks liðin úr G og H-riðli leika í Malmö.

*Neðstu lið hvers riðils taka sæti í keppni um forsetabikarinn frá 18. – 25. janúar í Plock í Póllandi.

*Tveir milliriðlar fara fram í Póllandi (Kraká/Katowice) og tveir í Svíþjóð (Gautaborg/Malmö). Liðin sem komast áfram í milliriðlunum í Póllandi leika í átta liða úrslitum í Gdansk Póllandi. Að sama skapi leika liðin fjögur komast áfram úr milliriðlum í átta liða úrslitum í Stokkhólmi í Svíþjóð.

*Átta liða úrslit fara fram 25. janúar en tvö efstu lið hvers milliriðils taka sæti í 8-liða úrslitum. Tveir leikir átta liða úrslita fara fram í Ergo Arena í Gdansk í Póllandi en hinar tvær í Tele2 Arena í Stokkhólmi.

*Vegna forkeppni Ólympíuleikanna á næsta ári verður leikið um 5., 6., 7. og 8. sæti mótsins (sæti 2 til 7 gefur þátttökurétt í forkeppni ÓL í mars 2024). Krossspilið verður 27. janúar í Stokkhólmi og leikir um sætin sunnudaginn 29. janúar, einnig í Stokkhólmi.

*Undanúrslit verða föstudaginn 27. janúar. Annar undanúrslitaleikurinn verður í Gdansk, hinn í Stokkhólmi.

*Ef Ísland og Svíþjóð fara bæði í undanúrslit er ljóst íslenska landsliðið þarf að fara til Póllands og leika í undanúrslitum. Svíar eiga alltaf heimaleik í undanúrslitum, jafnvel þótt þeir mæti pólska landsliðinu.

*Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn og um 3. sætið verður sunnudaginn 29. janúar Tele2 Arena.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -