Neðstu liðin úr hverjum riðli á fyrsta stigi heimsmeistaramóts karla í handknattleik leika um 25. til 32. sæti og um forsetabikarinn næstu daga í Poreč. Keppnin fer fram í tveimur riðlum 21. til 26. janúar. Að riðlakeppninni lokinni verður síðan leikið um sæti í kross á milli riðla. Eftstu lið hvers riðils mætast í úrslitaleik um forsetabikarinn, 25. sætið 28. janúar.
Hér fyrir neðan er leikjaniðurröðun. Úrslit leikja verða færð inn og staðan uppfærð.
Aron Kristjánsson stýrir liði Barein sem tekur þátt í þessum hluta mótsins.
Riðill 1 – Poreč
21. janúar: Kúveit – Gínea, kl. 14.30.
21. janúar: Pólland – Alsír, kl. 17.
23. janúar: Alsír – Gínea, kl. 14.30.
23. janúar: Pólland – Kúveit, kl. 17.
25. janúar: Alsír – Kúveit, kl. 14.30.
25. janúar: Gínea – Pólland, kl. 17.
Riðill 2 – Poreč
22. janúar: Kúba – Barein, kl. 14.30.
22. janúar: Bandaríkin – Japan, kl. 17.
24. janúar: Japan – Barein, kl. 14.30.
24. janúar: Bandaríkin – Kúba, kl.17.
26. janúar: Japan – Kúba, kl.14.30.
26. janúar: Barein – Bandaríkin, kl. 17.
Leikið verður sæti 25 til 32 þriðjudaginn 28. janúar.