- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Aðeins einn leikur við Marokkó

Yassine Idrissi markvörður landsliðs Marokkó er framúrskarandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Íslands og Marokkó hafa aðeins einu sinni áður leitt saman hesta sína á handknattleiksvellinum í keppni A-landsliða karla. Eina viðureignin var 25. janúar 2001 á heimsmeistaramótinu sem þá stóð yfir í Frakklandi. Íslenska landsliðið vann leikinn örugglega, 31:23, en aðeins var þriggja marka munur að loknum fyrri hálfleik, 16:13.


Patrekur Jóhannesson var markahæstur með níu mörk. Sjónvarpsmaðurinn Einar Örn Jónsson, sem lýsir leikjum Íslands á HM 2021 fyrir RÚV, var næstur með sex mörk, Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk, Julian Róbert Duranona þrjú, Ragnar Óskarsson tvö og Róbert Sighvatsson eitt. Aðrir sem tóku þátt í leiknum voru Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Hauka og fyrrverandi landsliðsþjálfari, Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japans, Heiðmar Felixson, Guðfinnur Kristmannsson, Birkir Ívar Guðmundsson og Guðmundur Hrafnkelsson.

Marokkó tapaði öllum fimm leikjum sínum í riðlakeppninni á HM 2001 gegn Svíþjóð, Portúgal, Egyptum og Tékkum auk leiksins við Ísland. Marokkó hafnaði í 22. sæti af 24 þátttökuþjóðum. Aðeins landsliðum Kúveit og Bandaríkjanna gekk verr á HM 2001.

Marokkó tekur að þessu sinni þátt í HM í sjöunda skipti og í fyrsta sinn frá 2007 því að HM fór fram í Þýskalandi. Fyrst var landslið Marokkó með á HM 1995 á Íslandi og tók eftir það þátt í HM 1997 í Japan, 1999 í Egyptalandi, 2001 í Frakklandi, 2003 í Portúgal og loks 2007 sem áður er getið.
Besti árangur Marokkó á HM er 17. sæti af 24 þátttökuþjóðum á HM 1999.

Landslið Marokkó hafnaði í sjötta sæti í Afríkukeppninni 2020 og verður gestgjafi þeirrar næstu 2022.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -