- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ægishjálmur Evrópumeistaranna

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst á Spáni miðvikudaginn 1. desember og stendur til 19. sama mánaðar. Leikið verður í upphafi í átta fjögurra liða riðlum. Fram að mótinu fer handbolti.is yfir hvern riðil keppninnar.

C-riðill
Þátttökulið eru: Íran, Kasakstan, Noregur, Rúmenía.


Norska landsliðið er vafalust sigurstranglegast í C-riðli en það mætir til leiks sem ríkjandi Evrópumeistari. Miklar líkur eru á því að baráttan um þriðja sætið í riðlinum og síðasta sæti í milliriðlum standi á milli Asíuþjóðanna, Kasakstan og Íran. Stórlið Noregs er með betri innbyrðis úrslit gegn landsliðum allra þessara þjóða en þó hafa leikir þess við Rúmena oft verið hin mesta skemmtun. Segja má að Norðmenn hafi á síðustu árum borið ægishjálm yfir hin landsliðin þrjú í þessum riðli. Árangurinn á hverju stórmótinu á fætur öðru talar best sínu máli.

Ellefu sigurleikir af 13

Landslið Noregs og Rúmeníu hafa mæst 27 sinnum. Norðmönnum hefur tekist að vinna 18 sinnum. Einn sá eftirminnilegasta af þeim var á HM í Danmörku 2015 þegar norska liðið hafði betur, 35-33, eftir framlengdan undanúrslitaleik. Norska liðið hefur unnið 11 af 13 síðustu viðureignum þjóðanna, síðast í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó.

Reynslumikið lið

Noregur mætir með reynslumikið lið til leiks að þessu sinni. Nora Mørk, Kartrine Lunde og Kari Brattset eiga án efa eftir að setja mark sitt á mótið.


Rúmenska liðið verður án stórstjörnu sinnar, Cristinu Neagu. Hún tók sér frí frá landsliðinu á þessu ári. Einnig verða Eliza Buceschi og Crina Pinte einnig fjarri góðu gamni. Þrátt fyrir fjarveru þeirra er líklegt að Rúmenum takist að ná öðru sæti riðilsins og vinni Kasakstan og Íran.


Landslið Rúmeníu og Kasakstan hafa mæst þrisvar sinnum og hefur rúmenska landsliðið alltaf haft betur. Síðasti leikur liðanna á HM í Japan fyrir tveimur árum var spennandi og á tímabili var útlit fyrir að Kasakstan ynni óvæntan sigur. Góður leikur Crina Pintea reið baggamuninn fyrir Rúmena, 22:20.


Hvort að landsliði Kasakstan takist að komast í milliriðla mun væntanlega ráðast í leiknum við Íran sem tekur þátt í HM kvenna í fyrsta sinn. Íranir hafa aldrei unnið Kasaka en lið þjóðanna hafa mæst fjórum sinnum. Bilið á milli þeirra er þó alltaf að minnka.

Tengill á fyrri greinar:
A-riðill, B-riðill.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -