- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Bjarki Már Elísson

Bjarki Már Elísson
- Auglýsing -

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.
Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum og er reiknað með að sá fjöldi fari til Egyptalands þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.


Næstur í röðinni er Bjarki Már Elísson. Hlekkur á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein og svo verður þar til kynningum lýkur um það bil þegar flautað verður til leiks á HM í Egyptalandi. Handbolti.is verður í Kaíró og mun fylgjast með keppninni eftir föngum og ströngustu sóttvörnum

Bjarki Már Elísson

Bjarki Már er 30 ára gamall vinstri hornamaður þýska 1. deildarliðsins TBV Lemgo. Til félagsins kom hann sumarið 2019 eftir fjögurra ára veru hjá Füchse Berlin. Þar áður lék Bjarki Már með ThSV Eisenach frá 2013 til 2015. Bjarki Már varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar leiktíðina 2019/2020 og er þriðji Íslendingurinn sem tekst það. Hinir eru Sigurður Valur Sveinsson og Guðjón Valur Sigurðsson. 

Bjarki Már lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Selfossi 2007. Árið eftir gekk hann til liðs við HK og var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Kópavogsliðsins vorið 2012. Ári síðar flutti Bjarki Már til Eisenach í Þýskalandi eftir að hafa orðið markakóngur Olísdeildarinnar með HK vorið 2013 með 141 mark í 21 leik. Keppnistímabilið á undan var hann næst markahæsti leikmaður deildarinnar.  Bjarki Már hlaut háttvísisverðlaun HSÍ tvö ár ári röð, 2012 og 2013.

Bjarki Már millilenti í herbúðum FH í fáeinar vikur sumarið 2013 áður en hann skrifaði undir samning við Eisenach. 

Með Berlínar-liðinu varð Bjarki Már heimsmeistari félagsliða (IHF Super Globe) 2015 og 2016 undir stjórn Erlings Richardssonar núverandi þjálfara karlaliðs ÍBV og hollenska landsliðsins. Erlingur var einnig annar þjálfari HK 2012 þegar Bjarki varð Íslandsmeistari með liðinu. 

Einnig var Bjarki Már í sigurliði Füchse Berlin í EHF-bikarnum vorið 2018.

Bjarki Már hóf æfingar í handbolta hjá Fylki á barnsaldri. Hann var einnig um árabil í yngri flokkum Fram áður en hann fór austur á Selfoss 2006.

Bjarki Már lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Hollandi í Laugardalshöll 10. júní 2012. Alls eru landsleikirnir orðnir 71. Í þeim hefur hann skoraði 165 mörk

Bjarki Már tekur nú þátt í sína fimmta stórmóti með íslenska landsliðinu. Þar af verður um að ræða hans þriðju þátttöku í lokakeppni HM.

Fyrri kynningar: Ágúst Elí BjörgvinssonBjörgvin Páll Gústavsson, Viktor Gísli Hallgrímsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -