Keppni á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik hófst af krafti í kvöld með sjö leikjum í þremur riðlum. Víst er að flest úrslitin voru eftir bókinni góðu að því undanskildu e.t.v. að bronslið Evrópumótsins fyrir ári, Króatía, tapaði fyrir Brasilíu með fimm marka mun.
Vitað var að brasilíska liðið hefði alla burði til þess að vinna Króata en óvíst var svo sem hvernig þjálfaraskipti eftir Ólympíuleikanna og brotthvarf Eduarda Amorim færi í landsliðið. Alltént virtist það ekki hafa áhrif í dag. Leikmenn brasilíska liðsins léku við hvern sinn fingur og unnu öruggan sigur.
Ungverska landsliðið fór einnig af stað á sannfærandi hátt. Það hefur einnig gengið í gegnum breytingar á síðustu mánuðum. Ungverjar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum, Slóvökum.
Úrslit dagsins og staðan
E-riðill:
Þýskaland – Tékkland 31:21.
Ungverjaland – Slóvakía 35:29.
Staðan:
F-riðill:
Suður-Kórea – Kongó 37:23.
Danmörk – Túnis 34:16.
Staðan:
G-riðill:
Króatía – Brasilía 25:30.
Japan – Paragvæ 40:17.
Staðan:
H-riðill:
Austurríki – Kína 38:27.
Spánn – Argentína 29:13 – í gærkvöld.
Staðan:
Leikir morgundagsins:
17.00 Frakkland – Angóla- sýndur á RÚV2.
17.00 Holland – Púertó Ríkó.
17.00 Rússland – Kamerún.
17.00 Rúmenía – Íran.
19.30 Svartfjallaland – Slóvenía – sýndur á RÚV2.
19.30 Noregur – Kasakstan.
19.30 Serbía – Pólland.
19.30 Svíþjóð – Úsbekistan.