- Auglýsing -
Ekki er aðeins leikið til verðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Svíþjóð og Póllandi síðar í þessari viku. Heimsmeistaramótið er einnig einn helsti liður í undankeppni handknattleiksmóts Ólympíuleikanna sem fram fara í París, og reyndar einnig í Lille, í Frakklandi frá 26. júlí til 11. ágúst 2024.
- Heimsmeistarnir sem verða krýndir í Stokkhólmi sunnudaginn 29. janúar tryggja sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu eins og flest allir álfumeistarar.
- Sex næstu lið í röðinni á HM 2023 (sæti 2 til og með 7) á eftir heimsmeisturunum tryggja sér þátttökurétt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í þremur fjögurra liða riðlum í mars 2024. Auk sex liða frá HM bætast sex önnur lið frá Afríku, Asíu, Ameríku og eitt frá Evrópu inn í forkeppnina.
- Evrópumeistarar 2024 fá einnig keppnisrétt á Ólympíuleikunum eins og flestir Álfumeistarar. Þar með gæti áttunda sæti á HM nægt til þess að komast í forkeppni ÓL. Það skýrist eftir EM að ári.
- Leikið verður um 5. til 8. sæti á HM vegna þess að röðin skiptir máli þegar kemur að flokkun í riðla fyrir forkeppni HM.
- Forkeppni var fyrst tekin upp fyrir Ólympíuleikana 2008. Ísland hefur tvisvar verið með í forkeppni ÓL, 2008 og 2012, og tókst í bæði skiptin að tryggja sér þátttökurétt á ÓL.
D-riðill (Kristianstad) 12. janúar: Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Portúgal, kl. 19.30. 14. janúar: Portúgal – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30. 16. janúar: Suður Kórea – Ísland, kl. 17. Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.
Leikjadagskrá HM – smellið hér.
- Auglýsing -