-Auglýsing-

HM félagsliða: Þrjú lið Íslendinga í undanúrslitum

- Auglýsing -

Frí er í dag frá leikjum á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik karla í Kaíró í Egyptalandi. Riðlakeppni mótsins lauk í gær. Framundan eru undanúrslit á morgun og þá fer loksins að hitna í kolunum enda töluverð peningaverðlaun í húfi fyrir sigurliðið.


Meistarar síðasta móts sem fram fór fyrir ári, ungverska meistaraliðið One Veszprém mætir Evrópumeisturum SC Magdeburg í fyrri undanúrslitaleiknum á morgun, þriðjudag.

Sigurliðið fær 350.000 dollara í verðlaunafé, ríflega 42 milljónir kr. Silfurliðið hreppir 150.000 dollara, rúmlega 18 milljónir kr. og bronsliðið fær í sinn hlut 50.000 dollara, 6 milljónir kr. 

Í hinni viðureign undanúrslita eigast við Barcelona og Afríku- og Egyptalandsmeistarar Al Ahly. Sigurlið undanúrslita leika til úrslita á fimmtudaginn. Sama dag eigast við taplið undanúrslita um þriðja sætið.

Í gær voru síðustu leikir riðlakeppninnar. Nokkrir Íslendingar komu við sögu.

Elvar Örn Jónsson í opnu færi í leik Magdeburg og Sharjah Sports Club í gær. Ljósmynd/EPA

SC Magdeburg – Sharjah SC 35:25 (16:13).
-Ómar Ingi Magnússon 5/2, Elvar Örn Jónsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4.
-Sharjah SC er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson í leiknum við Sharjah Sports Club í gær. Ljósmynd/EPA

Barcelona – Zamalek 47:25 (24:12).
-Viktor Gísli Hallgrímsson sat á bekknum allan leikinn. Hann var í marki liðsins allan fyrri leikinn í riðlakeppninni á laugardaginn gegn Handebol Taubate frá Brasilíu.
-Zamalek er egypskt félagslið.

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barcelona eftir leikinn við Zamalek í gær. Ljósmynd/EPA

One Veszprém – Al Ahly SC 31:22 (13:12).
-Bjarki Már Elísson skoraði 1 mark fyrir One Veszprém.
-Al Ahly er egypskur meistari og vann einnig Afríkukeppni meistaraliða á síðasta keppnistímabili.

Leikjum heimsmeistaramóts félagslið er streymt á youtube og hafa m.a. verið aðgengilegir á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -