Mikil spenna er hlaupin í baráttuna um sæti í undanúrslitum í milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Egyptalandi eftir leikina í gær. Svíþjóð, Egyptaland, Landslið Rússlands og Slóvenía eiga öll möguleika á sæti í undanúrslitum. Aðeins munar einu stigi á liðunum og þau mætast í lokaumferðinni á morgun. Slóvenía leikur við Egypta og Landslið Rússlands og Svíþjóð einnig. Slóvenar og Landslið Rússlands þurfa á sigri að halda meðan Egyptum og Svíum nægir annað stigið.
Portúgal verður að vinna Frakkland í lokaumferðinni til þess að eiga möguleika á að komast áfram úr millriðli þrjú. Þar sem Portúgalar töpuðu fyrir Norðmönnum þá nægir ekki að íslenska landsliðið vinni Noreg svo Portúgal fari áfram með tapi á móti Frakklandi.
Hér eru úrslit gærkvöldsins og staðan í riðlunum:
Milliriðill 3:
Sviss – Portúgal 29:33
Ísland – Frakkland 26:28
Noregur – Alsír 36:23
Milliriðill 4:
N-Makedónía – Landslið Rússlands 20:32
Egyptaland – Hvíta-Rússland 35:26
Slóvenía – Svíþjóð 28:28
Forsetabikarinn, riðill 2:
Marokkó – Suður-Kórea 32:25
Austurríki – Chile 33:31