- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Grannþjóðir berjast um sæti í milliriðlum

Mikið mun mæða á Alina Grijseels í þýska landsliðinu á HM á Spáni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst á Spáni miðvikudaginn 1. desember og stendur til 19. sama mánaðar. Leikið verður í upphafi í átta fjögurra liða riðlum. Fram að mótinu fer handbolti.is yfir hvern riðil keppninnar.


E-riðill
Þátttökuþjóðir: Slóvakía, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.


Þegar ákveðið var að fjölga liðunum á HM úr 24 í 32 var nokkuð líklegt að í einhvern riðil drægust saman lið fjögurra þjóða frá sömu heimsálfu. Það gerðist þegar dregið var í riðla fyrir HM að þessu sinni. Nær ógerningur er að spá fyrir um hvaða lið það verður sem kemur til með að sitja eftir að lokinni riðlakeppninni. Sennilegast verður þó að teljast að baráttan um þriðja sætið og sæti í milliriðlum standi á milli grannþjóðanna, Tékka og Slóvaka.


Eftir að hafa hafnaði í áttunda sæti í Japan 2019 voru Þjóðverjar settir í fyrsta styrleikaflokk þegar kom að því að draga í riðla að þessu sinni en þeir gátu líklega ekki fengið erfiðari riðill.

Sögulegir leikir

Viðureignir Þýskalands og Ungverjalands hafa löngum verið sögulegar, sérstaklega síðustu 25 ár. Þjóðirnar hafa mæst 20 sinnum frá árinu 1994. Ungverjar hafa unnið 11 af 20 leikjum. Þjóðverjar hafa unnið síðustu þrjá leiki þjóðanna. Síðasti sigurleikur Þjóðverja var á EM 2020 þegar að þeir unnu sinn stærsta sigur á Ungverjum, 32-25.

Þjóðirnar hafa mæst fjórum sinnum á heimsmeistaramótum. Þjóðverjar hafa unnið tvo leiki, einu sinni hefur orðið jafntefli og Ungverjar unnið einn leik.

Sú markahæsta í fararbroddi

Þýskaland hefur á að skipa öflugum sóknarleikmönnum með leikstjórnandann, Alina Grijseels í fararbroddi. Hún er markahæst í Meistaradeild kvenna með 63 mörk eftir átta leiki. Þýska landsliðið hefur verið í uppbyggingu á síðustu fjórum árum. Á þeim tíma hefur liðið stöðugt verið að bæta árangur sinn.

Breytingar hjá Ungverjum

Ungverjar hafa gengið í gegnum nokkar breytingar eftir að hafa lent í sjöunda sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vladimir Golovin tók við þjálfun landsliðsins af þeim Gabor Danyi og Gabor Elek Golovin hefur getið sér gott orð með yngri landslið Ungverjalands. Kjarni liðsins er þó enn sá sami með Zsuzsanna Tomori og Nadine Schatzl í bland við upprennandi stjörnur liðsins eins og Katrinu Klujber og Nömi Hafra.


Auk þess að hafa meiri reynslu af stórmótum standa Ungverjar betur að vígi í innbyrðis leikjum gegn Slóvökum sem nú taka þátt í í HM í fyrsta sinn frá 1995. Grannþjóðirnar Slóvakar og Ungverjar hafa aðeins mæst einu sinni á stórmótum en það var í jafnteflisleiknum, 23-23 á EM 1994. Síðan þá hafa Ungverjar unnið sex leiki og einum lauk með jafntefli í undankeppni stórmóts.

Tékkar standa höllum fæti

Ungverjar hafa einnig betur í innbyrðis leikjum gegn Tékkum þar sem að þeim hefur tekist að vinna alla fjóra leiki þjóðanna á stórmótum.
Besti árangur Tékka er sjöunda sæti á HM 2017. Liðið þeirra er hinsvegar ekkert sérlega öflugt um þessar mundir. Það vann til að mynda hvorki landslið Sviss né B-landslið Noregs á æfingamóti sem lauk í Cheb í Tékklandi í gær en bjargaði andlitinu með naumum sigri á íslenska landsliðinu, 27:25.

Fyrirfram er líklegt að Þýskaland og Ungverjar komist áfram úr riðlinum og að baráttan standi á milli grannþjóðanna Slóvaka og Tékka um þriðja sætið og keppnisrétt í milliriðlum.


Tékkar og Slóvakar hafa mæst tvisvar sinnum í mótsleik fyrir meira en aldarfjórðungi. Tékkar unnu annan leikinn en jafntefli varð í hinum. Úrslit þeirra leikja varpa ekki ljósi á stöðu landsliða þjóðanna í dag.

Tengill á fyrri greinar:
A-riðillB-riðillC-riðill, D-riðill.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -