- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM í handbolta verður á Íslandi 2031

HM í handbolta karla verður haldið á Íslandi 2031. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla fer fram á Íslandi, í Danmörku og Noregi í janúar 2031. Stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins samþykkti í hádeginu á fundi sínum í Créteil í Frakklandi að fela þjóðunum þremur að halda 32. heimsmeistaramótið í handknattleik karla eftir sjö ár.

Unnið hefur verið að sameiginlegri umsókn þjóðanna þriggja undanfarið ár.

Í skýjunum

„Við erum í skýjunum með tilnefninguna og fá þar með að halda heimsmeistaramótið ásamt félögum okkar í Danmörku og Noregi. Þessi mikli heiður sýnir líka metnað okkar í þjóðaríþróttinni. Þetta sameiginlega átak okkar lyftir ekki bara íþróttinni hér á Íslandi heldur sýnir líka að minni þjóðir eiga möguleika að taka þátt í skipulagningu stórmóta með alþjóðlegu samstarfi,“ er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni í tilkynningu sem HSÍ sendi frá sér eftir hádegið þegar niðurstaða af fundinum í Créteil lá fyrir.

Þetta verður í annað sinn sem HM í handknattleik karla fer fram hér á landi en áður var mótið haldið í heild sinni hér á landi 1995.

Átta landslið

Á HM 2031 munu tveir riðlar af átta fara fram hér á landi auk eins af fjórum milliriðlum sem taka við að riðlakeppninni lokinni.

Landslið átta þjóða munu þar með reyna með sér hér á landi að íslenska landsliðinu meðtöldu.

Þjóðarhöll er forsenda

Eins helsta forsenda þess að Ísland geti haldið mótið er að byggð verði þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir í Laugardal eins og ráð er fyrir gert.

Leikir frá átta liða úrslitum og til loka mótsins verða í Danmörku.

Grannþjóðir með HM 2029

Frakkar og Þjóðverjar verða gestgjafar heimsmeistaramótsins í handknattleik karla 2029. Einnig var ákveðið á fundinum að Spánn haldi HM kvenna 2029 og Pólverjar og Tékkar verði sameiginlega með HM kvenna 2031.

Fréttatilkynning HSÍ.

Fréttatilkynning IHF.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -