- Auglýsing -
Landslið Norður-Makedóníu er á leið í loftið frá Skopje til Kaíró þar sem það tekur sæti tékkneska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Alþjóða handknattleikssambandið staðfesti komu Norður-Makedóníumanna fyrir nokkrum mínútum og að þeir taki sæti Tékka í G-riðli með Chile, Egyptalandi og Svíþjóð.
Fyrsti leikur Norður-Makedóníumanna verður við Svía á fimmtudagskvöldið. Fyrr í dag lýsti landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu því yfir í viðtali að hans menn væru tilbúnir að leggja af stað með litlum fyrirvara. Þeir fóru í kórónuveirupróf í gær þar sem enginn fannst smitaður.
- Auglýsing -