- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Janus Daði Smárson

Janus Daði Smárason verður í stóru hlutverki í sóknarleik Íslands í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.
Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum og er reiknað með að þeir fari til Egyptalands þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.

Næstur í röðinni er Janus Daði Smárason. Hlekkur á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein og svo verður þar til kynningum lýkur um það bil þegar flautað verður til leiks á HM í Egyptalandi. Handbolti.is verður í Kaíró og mun fylgjast með keppninni eftir föngum og ströngustu sóttvörnum.

Janus Daði Smárason

Janus Daði er 26 ára gamall miðjumaður sem leikur með þýska 1. deildarliðinu Frish Auf! Göppingen. Janus Daði kom til félagsins á síðasta sumri eftir þriggja ára veru hjá Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold.  Janus Daði varð Íslandsmeistari 2015 og 2016 auk þess að verða einnig deildarmeistari með Haukum síðara árið. Vorið 2016 var Janus Daði valinn besti leikmaður og sóknarmaður Olísdeildarinnar. 

Janus Daði varð danskur meistari með Aalborg 2017, 2019 og 2020  og bikarmeistari með sama liði 2018. 

Janus Daði hóf ungur að æfa handknattleik hjá Selfossi en flutti til Danmerkur 2012 og var í tvö ári í herbúðum Aarhus Håndbold áður en hann flutti heim 2014 og gekk til liðs við Hauka. Hann lék með yngri landsliðum Íslands enda vakti hann snemma athygli fyrir færni sína á handknattleiksvellinum.

Sinn fyrsta A-landsleik lék Janus Daði í Sumy í Úkraínu 5. nóvember 2016 gegn landsliði Úkraínu í undankeppni EM. Alls er landsleikirnir orðnir 47 og mörkin 67.

Fyrsta stórmót Janusar Daða með landsliðinu var HM 2017 en þá lék hann alla sex leiki liðsins. Einnig var hann í EM-liðinu fyrir tveimur árum og á síðasta ári. 

Fyrri kynningar: Ágúst Elí BjörgvinssonBjörgvin Páll GústavssonViktor Gísli HallgrímssonBjarki Már ElíssonÓlafur Andrés Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -