- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Leikið til undanúrslita

Jordi Ribera og hans menn í spænska landsliðinu mæta heimsmeisturum Dana í undanúrslitum í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Undanúrslitaleikir heimsmeistaramóts karla í handknattleik fara fram í kvöld í Kaíró. Fyrri viðureign dagsins verður á milli Frakka og Svía en í þeirri síðari mætast ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur og Evrópumeistarar Spánar. Sannkallaður stórliða slagur þar á ferðinni.


Frakkar lögðu Ungverja í framlengdum leik í átta liða úrslitum á sama tíma og Svíar komust nokkuð létt í gegnum viðureign sína við vængbrotið lið Katarbúa. Skarð er fyrir skildi í liði Frakka. Luka Karabatic og Timothey N’Guessan taka ekki þátt í undanúrslitaleiknum vegna meiðsla.

Danir léku hreint ótrúlegan leik við Egypta í átta liða úrslitum á miðvikudagskvöld. Framlengja þurfti leikinn í tvígang áður en úrslit voru knúin fram í vítakeppni, 39:38. Spánverjar léku afar vel gegn Norðmönnum í átta liða úrslitum og unnu öruggan sigur.

Fyrri leikurinn í dag verður sýndur á RÚV og sá síðari á RÚV2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -