- Auglýsing -
Sjö leikir fara fram á lokakeppnisdegi riðlakeppni HM í handknattleik karla. Áttundi leikurinn, milli Grænhöfðaeyja og Úrúgvæ var felldur niður eftir að landslið Grænhöfðaeyja varð að draga sig úr keppni í gær.
Spenna er enn fyrir hendi þar sem öll liði eiga möguleika á að komast áfram en þar stendur landslið Túnis lakast að vígi.
Dagur Sigurðsson og leikmenn japanska landsliðsins geta tryggt sér sæti í milliriðlum en þeir mæta Angóla í Alexandríu í C-riðli klukkan 14.30. Katar og Króatía eru þegar örugg áfram.
Danmörk og Argentína hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum. Baráttan um þriðja sætið í D-riðli stendur á milli Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, og Kongo sem mætast klukkan 17.
A-riðill:
Þýskaland – Ungverjaland, kl. 19.30
Grænhöfðaeyjar – Úrúgvæ, 0:10
B-riðill:
Spánn – Túnis, kl. 17
Brasilía – Pólland, kl. 19.30
C-riðill:
Japan – Angóla, kl. 14.30
Króatía – Katar, kl. 17
D-riðill:
Barein – Kongó, kl. 17
Danmörk – Argentína, kl. 19.30
- Auglýsing -