- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Öll úrslit dagsins og staðan – líka forsetabikarinn

Það var létt yfir Norðmönnum í kvöld eftir sigur á Portúgal í fyrstu umferð í milliriðlakeppni HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni í millriðlum þrjú og fjögur hófust í dag en alls verða þrír leikdagar í hverjum milliriðlanna fjögurra. Auk sigurs Sviss á Íslandi þá marði franska landsliðið það alsírska, 29:26, í hörkuleik þar sem Alsíringar gáfu gömlu herraþjóðinni lítið eftir. Loks lagði Noregur lið Portúgal með minnsta mun í skemmtilegum leik. Norska liðið þótt sína þekkta tilburði í leiknum m.a. afar vel útfærð hraðaupphlaup.


Svíar eru efstir í milliriðli fjögur. Þeir náðu aðeins jafntefli við Hvít-Rússa í kvöld. Egyptar unnu rússneska landsliðið. Engum sögum fer að því hvort Egyptar ætli að leika sama leikinn eftir sigur í kvöld að loknu tapinu fyrir Svíum í vikunni þegar þeir kvörtuðu sáran yfir dómgæslunni. Loks unnu Slóvenar stórsigur á íhlaupaliði Norður-Makedóníu.

Einnig hófst keppni um Forsetabikarinn í dag með tveimur leikjum í öðrum riðli þessarar ágæt keppni.

Úrslit dagsins og staðan:

Milliriðill 3:
Sviss – Ísland 20:18 (11:10)
Frakkland – Alsír 29:26 (16:14)
Portúgal – Noregur 28:29 (14:16)

Millriðill 4:
Norður-Makedónía – Slóvenía 21:31 (9:13)
Landslið Rússlands – Egyptaland 23:28 (8:15)
Svíþjóð – Hvíta-Rússland 26:26 (11:15)


Forsetabikarinn:
Chile – Suður-Kórea 44:33 (24:17)
Austurríki – Marokkó 36:22 (17:14)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -