- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Úrslit dagsins, staðan í riðlum og í milliriðlum

Franska landsliðið er á mikilli siglingu á HM og hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í kvöld lauk keppni í fjórum riðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi og ljóst hvaða lið verða saman í riðli í milliriðlakeppni mótsins sem hjá neðangreindum liðum hefst á miðvikudaginn. Í milliriðli þrjú verða Frakkland, Noregur og Sviss úr E-riðli en Portúgal, Ísland og Alsír úr F-riðli.


Svíar unnu G-riðil og fara áfram með fjögur stig. Egyptar halda einnig áfram úr þeim riðli auk Norður-Makedóníu. Lið þessara þriggja þjóða krossa við Landslið Rússlands, Slóveníu og Hvíta-Rússlands í milliriðli fjögur.

Úrslit kvöldsins og lokastaðan:

E-riðill:
Frakkland – Sviss 25:24 (14:14)
Noregur – Austurríki 38:29 (20:17)

F-riðill:
Portúgal – Alsír 26:18 (14:9)
Ísland – Marokkó 31:23 (15:10)

G-riðill:
Norður-Makedónía – Chile  32:29 (16:17)
Svíþjóð – Egyptaland,  24:23 (9:12)

H-riðill:
Suður-Kórea – Landslið Rússlands 26:30 (15:15)
Slóvenía – Hvíta-Rússland 29:25 (15:15)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -