- Auglýsing -

HM19-’25: Maður á eftir að skoða lokamínútuna hvað eftir annað

- Auglýsing -


„Þetta var gríðarlegur spenntryllir og strákanir sýndu einstakan karakter í leiknum. Það var mikil liðsheild sem skóp þennan sigur,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðsins í handknattleik karla við handbolta.is í gærkvöld, eftir að hann hafði náð sér aðeins niður eftir háspennu sigurleik landsliðsins á Spánverjum, 32:31, í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Kaíró.

Fjögur mörk á rúmri mínútu

Íslenska liðið var marki yfir, 30:29, þegar rúm mínúta var til leiksloka en var marki undir, 30:31, þegar hálf mínúta var eftir. Tvö mörk á síðustu 25 sekúndunum tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Ekkert annað en sigur hefði fleytt liðinu áfram í átta liða úrslit hvar það mætir Dönum á morgun, fimmtudag, klukkan 14.

„Maður á eftir að skoða lokamínútu leiksins hvað eftir annað og víst er að hún mun ekki líða mér úr minni. Þetta var bara alveg ótrúlegt og stórkostlegt að þetta gekk svona vel upp, ekki síst eftir svekkelsið með leikinn við Serba á mánudaginn þar sem við töldum okkur eiga meira skilið,“ sagði Heimir.

Allt einstakir gæjar

„Ég vil hrósa öllu liðinu og samstarfsmönnum mínum í þjálfarateyminu. Þetta eru allt einstakir gæjar,“ segir Heimir Ríkarðsson.


Síðasta mínúta leiksins við Spánverja í gær:

Yngri landsliðin – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -