- Auglýsing -
Síðasta mínútan í sigurleik íslenska landsliðsins á Spáni í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla er ein sú ævintýralegasta í sigurleik íslensks handboltalandsliðs á síðari árum, 32:31. Íslenska landsliðið tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu 20 sekúndum. Aðeins sigur í leiknum gat tryggt íslenska liðinu sæti í átta liða úrslitum.
Sannarlega skipust á skin og skúrir síðustu mínútuna, svo lengi að í minnum verður haft. Óhætt er að segja að sigurinn hafa oltið á milli liðanna eins og pendúll.
Hér fyrir neðan er myndskeið af síðustu mínútu leiksins og víst er að sjón er svo sannarlega sögu ríkari, svo gripið sé til sígilds frasa sem sjaldan hefur átt betur við.
- Auglýsing -