- Auglýsing -

HM19-’25: Vorum alltof værukærir að þessu sinni

- Auglýsing -


„Ég er sáttur við að fara upp úr riðlinum með tvö stig og sextán mörk í plús en mér fannst við vera værukærir í þessum leik, ekki síst í fyrri hálfleik,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðs karla eftir sex marka sigur, 25:19, á landsliði Brasilíu í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í Kaíró í dag.


„Við vorum allof hægir í sóknarleiknum og ekki nógu góðir í vörninni í fyrri hálfleik. Í hálfleik var ekki nema tveggja marka munur og Brasilíumenn áttu upphafssókn síðari hálfleiks,“ sagði Heimir sem var ánægður með varnarleikinn í síðari hálfleik. Hann segir hinsvegar umhugsunarvert hversu illa menn fóru með dauðafærin sem þeir fengu í leiknum.

Farið illa með dauðafæri

„Á fyrstu sjö til átta mínútum síðari hálfleiks vorum við búnir að fara með sjö dauðafæri.

Varnarleikur okkar í síðari hálfleik var góður. Okkur tókst að pressa vel á þá brasilísku og neyða þá í slæmar ákvarðanir sem þeir réðu ekki við. Mér fannst við alltaf vera með þá undir stjórn en ég hefði viljað sjá betri leik, ekki síst í fyrri hálfleik,“ sagði Heimir.

Flutningur á morgun

Á morgun færir íslenska liðið sig yfir á annað hótel, nær Hassan Moustafa-íþróttahöllinni þar sem leikið verður í milliriðlakeppni HM. Næstu leikir verða á mánudag og þriðjudag gegn Spáni og Serbíu.

HM19-’25: riðlakeppni, úrslit og staðan

HM19-’25 – Harðsóttur sigur á Brasilíu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -