- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrettán marka sigur í kaflaskiptum upphafsleik á HM

Arnór Atlason, Janus Daði Smárason, Sveinn Jóhannsson og fleiri fagna marki í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik hóf þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik með 13 marka sigri á landsliði Grænhöfðaeyja, 34:21, í Zagreb Arena í kvöld. Staðan var góð eftir fínan fyrri hálfleik, 18:8. Síðari hálfleikurinn var kaflaskiptari og m.a. skoruðu Grænhöfðeyingar fimm mörk í röð um miðjan síðari hálfleik. Nokkuð sem á ekki að koma fyrir íslenska landsliðið gegn svo slökum mótherja.

Næsti leikur verður á laugardagskvöld gegn Kúbu. Ef marka má frammistöðu Kúbumanna í leiknum við Slóvena má reikna með öðrum stórum sigri en vonandi verður um heilsteyptari frammistöðu að ræða.


Það var snemma ljóst að þetta yrði leikur kattarsins að músinni. Grænhöfðamenn skoruðu reyndar fyrsta mark leiksins eftir að hvort lið hafði átt misheppnaða sókn.

Leikmenn íslenska liðsins voru sérlega vel einbeittir í vörninni strax í byrjun. Þannig unnu þeir boltann hvað eftir annað sem skilaði sér í hraðaupphlaupum og mörkum eftir seinni bylgju. Einnig var Viktor Gísli Hallgrímsson vel með á nótunum í langskotum Grænhöfðeyinga.

Ekki voru liðnar nema 10 mínútur af leiknum þegar þjálfari Grænhöfðeyinga tók leikhlé og reyndi að lappa upp á leik sinna manna. Leikurinn skánaði aðeins eftir hléið. Fjótlega fór í sama farið. Íslensku leikmennirnir unnu boltann af sóknarmönnum Grænhöfðaeyja hvað eftir annað enda mikið fyrir að stinga niður boltanum í tíma og ótíma.

Elliði Snær Viðarsson fékk beint rautt spjald eftir 26 og hálfa mínútu í fyrri hálfleik. Þetta er annað rauða spjaldið sem hann fær í síðustu þremur landsleikjum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Munurinn jókst jafnt og þétt og var 10 mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:8, eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 18. marki þremur sekúndum áður en leiktíminn var á enda.

Slakur kafli

Fyrstu 10 mínútur voru góðar og framhald af fyrri hálfleik. Forskotið var komið í 14 mörk, 25:11, þegar botninn datt úr leik íslenska liðsins. Hver mistökin ráku önnur og Grænhöfðeyingar skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í níu mörk.

Aðeins tókst að bæta leik eftir það en engu að síður virtist neistinn sem logaði í fyrri hálfleik vera slokknaður. Munurinn var mikill. Grænhöfðeyingar léku að vísu langar sóknir en mistök íslenska liðsins voru of mörg, jafnt í vörn sem sókn.

Vissulega 13 marka sigur en hann hefði getað orðið stærri og meiri ef íslenska liðið hefði haldið einbeitingu í 60 mínútur en ekki 40.


Mörk Íslands: Orri Freyr Þorkelsson 8/3, Óðinn Þór Ríkharðsson 5/1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Janus Daði Smárason 2, Viggó Kristjánsson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Haukur Þrastaarson 1, Teitur Örn Einarsson 1, Ýmir Örn Gíslason1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 8, 42%, Björgvin Páll Gústavsson 2, 20%.

Handbolti.is var í Zagreb Arena og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -