- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Íslenska landsliðið það prúðasta á HM

Uppistaðan í U18 ára landsliði kvenna frá HM á síðasta sumri leikur á EM 19 ára í suamr. Mynd/Brynja
- Auglýsing -

U18 ára landslið kvenna var prúðasta lið heimsmeistaramóts kvenna sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í gær með sigri landsliðs Suður Kóreu. Næst á eftir íslenska landsliðinu eru landslið Indverja, Tékka, Úrúgvæa, Austurríkis og Noregs. Nokkrir tölfræðiþættir ráða því hvernig liðin raðast á listann, m.a. fjöldi brottvísana, gulra, rauðra og blárra spjalda. Leikmenn íslenska landsliðsins voru utan vallar í 32 mínútur í leikjunum átta, auk þess sem þeir og þjálfarar fengu átta gul spjöld. Enginn leit rautt eða blátt spjald.

Indverjar, sem eru í öðru sæti voru utan vallar í 30 mínútur en þeir léku tveimur leikjum færra en íslenska landsliðið.


Lilja Ágústsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik á heimsmeistaramótinu. Hún skoraði 56 mörk í átta leikjum, sjö mörk að jafnaði í hverjum leik. Lilja varð þriðja til fimmta markahæst á mótinu og skoraði sex mörkum færra Julie Scaglione, Danmörku, sem skoraði 62 mörk og varð markadrottning mótsins.


Af leikmönnum íslenska landsliðsins var Elín Klara Þorkelsdóttir næst á eftir Lilju með 41 mark, 5,1 mark að meðaltali í leik.


Ethel Gyða Bjarnasen, annar markvarða íslenska landsliðsins, varð í sjöunda sæti yfir þá markverði heimsmeistarakeppninnar sem voru með hæsta hlutfallsmarkvörslu. Ethel Gyða varði 76 af 213 skotum sem hún fékk á stig, 36%. Ethel Gyða er í sjötta sæti yfir flest skot varin, 76, 9,5 af jafnaði í leik.


Þar með er ekki öll sagan sögð af frammistöðu Ethelar Gyðu. Hún varði átta af 20 vítaköstum sem hún fékk á sig á mótinu, 40%, og er í öðru sæti. Ethel Gyða er efst á lista markvarða yfir varin skot af sex metra færi (línan). Hún varði 11 af 24 skotum af sex metra línunni, 45,8%.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -