- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Á morgun rennur upp ögurstund – myndir

Elmar Erlingsson, Kjartan Þór Júlíusson og Þorvaldur Örn Þorvaldsson afslappaðir eftir æfinguna í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Á morgun verður komið að ögurstundu hjá okkur, hvorum megin við verðum í mótinu. Sigur í leiknum kemur okkur í hóp sextán efstu en tap eða jafntefli þýðir að við verðum meðal sextán þeirra neðri,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is í dag eftir æfingu liðsins í keppnishöllinni í Koprivnica í Króatíu.


Eftir tvo leiki á jafnmörgum dögum er hlé á keppni í dag hjá íslenska liðinu áður en kemur að úrslitaleiknum við Afríkumeistara Egyptalands á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 13.30. Handbolti.is verður með textalýsingu frá viðureigninni auk þess sem streymi frá leiknum verður aðgengilegt á forsíðu handbolta.is.

Góð æfing í morgun

„Við tókum góða æfingu í morgun og nýtum síðan daginn í að búa okkur vel undir leikinn,” sagði Heimir sem sjálfur var farinn út í stuttan hjólatúr þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans.

„Maður verður aðeins að fara út af hótelinu þegar tök eru á hreyfa sig, hreinsa aðeins hugann,“ sagði Heimir sem lét ekki nema rétt sæmilega af veðrinu í bænum Đurđevac hvar landsliðið er með bækistöðvar á hóteli.

Menn átta sig á stöðunni

„Menn gera sér vel grein fyrir í hvaða stöðu við erum. Hreinn úrslitaleikur er framundan. Egypska liðið er gott með leikmenn í flottu standi. Þeir eru svipaðir og þegar við unnum þá á móti í Þýskalandi í desember. Vonandi náum við að endurtaka leikinn á morgun. Til þess verður allt að ganga upp. Sóknarleikur okkar verður að vera betri og nýting á færum einnig. Varnarleikurinn hefur verið þokkalegur hjá okkur fram til þess og verður vonandi áfram,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá æfingunni fyrir hádegið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -