Noregur vann Danmörku í kvöld í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sem fram fer í Lasko og Celje í Slóveníu, 35:32. Norska liðið stendur þar með vel að vígi í milliriðli eitt. Í sama riðli tapaði Frakkland fyrir Svartfjallalandi, 25:24, í æsilega spennandi leik og missti þar nær örugglega af möguleika á sæti í undanúrslitum.
Sextán liða úrslit eru leikin í fjórum fjögurra liða riðlum og hófst keppni í tveimur þeirra í dag. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni. Sem dæmi þá skildi Noregur og Frakkland jöfn í riðlakeppninni og fóru áfram með eitt stig hvort og leika síðan við Dani og Svartfellinga sem mæta til leiks úr öðrum riðli.
Eftir riðlakeppnina fara sigurliðin úr milliriðlunum fjórum í undanúrslitum. Þau sem hreppa annað sæti hvers milliriðils bítast um fimmta til áttunda sæti og þannig koll af kolli.
Svíar og Hollendingar berjast um efsta sæti í milliriðli tvö. Svíar unnu Japani, 40:21, í dag og Holland lagði Túnis, 41:25.
Millriðill 1:
Holland – Túnis 41:25.
Svíþjóð – Japan 40:21.
Milliriðill 2:
Danmörk – Noregur 32:35.
Frakkland – Svartfjallaland 24:25.
Leikið verður í riðlum þrjú og fjögur á morgun.
Sögulegur sigur Indverja
Einnig er leikið í fjórum riðlum um sæti sautján til þrjátíu og tvö. Þar er sjálfur forsetabikarinn í boði fyrir liðð sem nær 17. sæti. Í þeirra keppni vann indverska landsliðið sögulega sigur á Íran, 31:30. Þetta er fyrsti sigur Indverja á heimsmeistaramóti í þessu aldurflokki en lið er á HM í þessum aldursflokki í fyrsta sinn.
Forsetabikarinn – riðill 1:
Slóvakía – Gínea 31:23.
Íran – Indland 30:31.
Forsetabikarinn – riðill 2:
Argentína – Brasilía 26:27.
Suður Kórea – Ítalía 35:28.
Leikið verður í riðlum þrjú og fjögur á morgun.