- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU20: Þjóðverjum tókst að sleppa inn í átta liða úrslit

Leikmenn Ungverja og Sviss taka þátt í átta liða úrslitum á HM. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Þýskalandi tókst að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í dag með því að leggja landslið Angóla með 12 marka mun, 33:21. Angóla var þegar örugg um sæti í átta liða úrslitum en Þjóðverjar voru það ekki þar sem þeir töpuðu fyrir Tékkum í milliriðlakeppninni. Tékkar sátu eftir með sárt ennið og verða að sætta sig við að leika um níunda til tólfta sætið.

Frakkar, sem lengi hafa átt eitt af betri landsliðum heims í kvennaflokki í fullorðinsflokki, eru ekki á meðal þeirra sem eiga sæti í átta liða úrslitum.


Milliriðlakeppni mótsins lauk í dag og sömu sögu er að segja um riðlakeppnina í neðri hlutanum, það er á milli liðanna sem leika um sautjánda til þrítugasta og annað sætið.


Eins og leikir mótsins til þessa hafa spilast virðast Evrópumeistarar Ungverja ásamt norska landsliðinu vera tvö þau bestu. En allt getur gerst þegar útsláttarkeppnin hefst á föstudaginn en frídagur verður á mótinu á morgun.


Úrslit í lokaumferð milliriðlakeppni efri hluta liðanna í dag:

Milliriðill 1:
Holland – Svíþjóð 23:22.
Japan – Túnis 34:24.

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 2:
Danmörk – Frakkland 19:19.
Svartfjallaland – Noregur 26:32.

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 3:
Tékkland – Slóvenía 26:23.
Angóla – Þýskaland 21:33.

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 4:
Króatía – Ungverjaland 17:29.
Sviss – Egyptaland 26:23.

Standings provided by SofaScore LiveScore

Í átta liða úrslitum mætast – leikið á fimmtudaginn:
Þýskaland – Svíþjóð.
Ungverjaland – Danmörk.
Holland – Angóla.
Noregur – Sviss.

Sigurliðin leika til undanúrslita en tapliðin bítast um fimmta til áttunda sæti.


Um 9. -12. sæti mætast:
Japan – Tékkland.
Svartfjallaland – Króatía.

Um 13. -16. sæti mætast:
Frakkland – Egyptaland.
Túnis – Slóvenía.

Um 17. -20. sæti mætast:
Slóvakía – Rúmenía.
Suður Kórea – Pólland.

Um 21. -24. sæti mætast:
Brasilía – Austurríki.
Gínea – Litáen.

Um 25. -28. sæti mætast:
Argentína – Kasakstan.
Indland – Chile.

Um 29. -32. sæti mætast:
Íran – Mexíkó.
Ítalía – Bandaríkin.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -