- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU20: Tvær Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum

Leikmenn norska landsliðsins fagna marki í leiknum við Sviss í dag. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Ungverjaland, Svíþjóð, Noregur og Holland leika til undanúrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, liðum skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri. Mótið stendur yfir í Slóveníu. Viðureignir undanúrslita fara fram á morgun. Leikið verður um verðlaun á sunnudaginn.


Hollendingar og Norðmenn eigast annars vegar við í undanúrslitum og hinsvegar Svíar og Ungverjar.


Angóla og Sviss mætast í krossspili um fimmta til áttunda sætið og Þjóðverjar og Danir í hinni viðureigninni.


Úrslita leikja í átta liða úrslitum í dag:
Holland – Angóla 29:21.
Noregur – Sviss 37:20.
Þýskaland – Svíþjóð 24:36.
Ungverjaland – Danmörk 31:26.


Ungverjar voru um skeið í kröppum dansi gegn Dönum en tókst að vinna með fimm marka mun. Danska liðið var yfir öðru hvoru framan af, m.a. 12:11 að loknum fyrri hálfleik. Ungverjar eru ríkjandi heimsmeistarar í þessum aldursflokki þótt um allt annan leikmannahóp sé að ræða. Lið Ungverja er á hinn bóginn nánast skipað sömu leikmönnum og urðu Evrópumeistarar 19 ára og yngri á síðasta sumri.

Úrslit í krossspili um neðri sæti

9. – 12. sæti:
Japan – Tékkland 32:30, eftir vítakeppni.
Svartfjallaland – Króatía 24:23.

13. – 16. sæti:
Frakkland – Egyptaland 31:21.
Túnis – Slóvenía 25:28.

17. – 20. sæti:
Slóvakía – Rúmenía 30:31.
Suður Kórea – Pólland 26:28.

21. – 24. sæti:
Gínea – Litáen 27:41.
Brasilía – Austurríki 10:0.
Austurríska liðið gaf leikinn eftir að kórónuveiran lagði helming liðsins og þjálfarateymið.


25. – 28. sæti:
Indland – Chile 32:29.
Argentína – Kasakstan 43:20.

29. – 32. sæti:
Íran – Mexíkó 46:26.
Ítalía – Bandaríkin 36:17.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -