- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: ÍSLAND VANN BRONS Á HM

Strákarnir fagna að leikslokum eftir sigurinn á Serbum í gær. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Ísland vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Berlín í dag. Íslenska liðið vann Serba, 27:23, í úrslitaleik í Max Schmeling Halle í Berlin, eftir jafna stöðu í hálfleik, 13:13. Óhætt er að segja að fæðingin hafi verið erfið en þeim mun ánægjulegri.

Íslensku stuðingsmennirnir léku við hvern sinn fingur í Max Schmeling Halle í dag. Sumir hafa fylgt íslenska liðinu frá fyrsta leik mótsins 20. júní. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff


Piltarnir og þjálfaratreymið vann frábært verk að vinna sig út úr vonbrigðum gærdagsins eftir tapið í undanúrslitum. Leikurinn í dag snerist um hugarfar. Þegar upp var staðið reyndist það vera réttu megin hjá íslensku piltunum sem unnu sig úr hverri raun.
Þetta er í annað sinn á 30 árum sem Ísland vinnur til bronsverðlauna á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða. Langur vegur er frá 11. sæti á EM í fyrra að bronsverðlaunum á HM ári síðar. Munum að 11. sæti á EM í fyrra var það síðasta á mótinu sem gaf sæti í lokakeppni HM.

Róbert Snær Örvarsson, Andri Finnsson og Stefán Orri Arnalds, Einar Andri Einarsson og Gunnar Magnússon. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff

Íslensku piltarnir gátu talist heppnir að vera með jafna stöðu í hálfleik, 13:13, eftir að hafa leikið illa lengst af hálfleiksins og mest lent fjórum mörkum undir, 8:4, eftir nærri 15 mínútur. Sóknarleikurinn gekk illa.

Þegar á leið virtist íslensku piltunum ætlaði ekki að takast að jafna metin. Þegar tækifæri gafst runnu þau út úr höndunum. Þeir skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Brynjar Vignir Sigurjónsson hafði nánast haldið liðinu á floti með góðri markvörslu, m.a. varið tvö hraðaupphlaup. Eins sýndi Andri Már Rúnarsson mikinn dugnað þegar hann kastaði sér í tvígang á eftir boltanum.

Með byr í seglum gengu íslensku piltarnir til búningsherbergja eftir 30 mínútna leik.

Erfiðleikarnir héldu áfram á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Loksins fór þó hjólin að snúast. Benedikt Gunnar kom Íslandi yfir í fyrsta sinn í leiknum, 17:16, þegar hann skoraði úr vítakasti á 39. mínútu. Hann fylgdi því eftir með marki eftir hraðaupphlaup, 18:16, fyrir Ísland eftir 10 mínútur í síðari hálfleik.

Benedikt Gunnar Óskarsson, fyrirliði fagnar. Mynd/IHF/ Sasa Pahic Szabo / kolektiff

Íslenska liðinu gekk illa að halda forskotinu. Máni kom Íslandi yfir, 22:21. Tvær mikilvægar vörslur frá Brynjari Vigni í kjölfarið skiptu miklu máli. Serbar gáfu eftir og íslenska liðið átti síðustu mínúturnar.

Sigurinn var sætur og sigurgleðin fölskvalaus. Innilegar hamingjuóskir, leikmenn, þjálfarar og starfsmenn.

Mörk Íslands: Þorsteinn Leó Gunnarsson 8, Andri Már Rúnarsson 5, Arnór Viðarsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Kristófer Máni Jónasson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 14, 39%.

Handbolti.is er í Max Schmeling Halle og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -