Eftir að þýska landsliðið vann sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik í kvöld fékk þýska handknattleikssambandið það í gegn að þýska landsliðið leiki síðari viðureignina í undanúrslitum á laugardaginn, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma, 18 í þýsku höfuðborginni.
Þetta þýðir að viðureign Íslands og Ungverjalands í undanúrslitum heimsmeistaramótsins verður flautuð á klukkan 13.30 að íslenskum tíma, 15.30 að þýskum.
Eftir því sem handbolti.is kemst næst er hér um að ræða endanlegar tímasetningar undanúrslitaleikjanna á laugardaginn í Max Schmeling Halle í Berlín.
Dagskrá laugardagsins – staðfest:
Sæti fimm til átta:
Danmörk – Færeyjar, kl. 8.
Portúgal – Króatía, kl. 10.30.
Undanúrslit:
Ísland – Ungverjaland, kl. 13.30.
Þýskaland – Serbía, kl. 16.