- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Hófu árið á stórtapi á heimavelli

- Auglýsing -

Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona í handknattleik og samherjar hennar í Volda fóru ekki sem best af stað á nýja árinu í næstefstu deild norska handknattleiksins í dag. Volda tapaði fyrir Aker Topphåndball, 42:29, í Volda Campus Sparebank1 Arena eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 18:10.


Dana Björg skoraði þrjú mörk, öll í síðari hálfleik auk tveggja stoðsendinga. Eins og úrslitin benda til var varnarleikur og markvarsla hjá Volda-liðinu ekki upp á marga fiska.

Volda situr í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 12 leikjum, sjö stigum og einum leik á eftir Flint Tønsberg sem trónir á toppnum. Aker Topphåndball er í öðru sæti ásamt Utleira með 21 stig.

Úrslit leikja dagsins:
Åsane – Pors 20:16.
Glassverket – Gjøvik HK 26:20.
Trondheim Topphåndball – Bækkelaget Håndball Elite 28:31.
Flint Tønsberg – Kjelsås 40:26.
Stavanger – Storhamar 34:25.
Volda – Aker Topphåndball 29:42.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -