- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hófu EM með jafntefli við Noreg

U16 ára landslið kvenna við brottför frá Keflavík. Efri röð: Ingunn María Brynjarsdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Kristbjörg Erlingsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Rakel Ágústsdótttir, Eva Gísladóttir, Elísabet Millý Elíasardóttir, Ágústa Rún Jónasdóttir. Neðri: Lydía Gunnþórsdóttir, Arna Karitas Eiríksdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Ester Amíra Ægisdóttir, Sólveig Þórmundsdóttir, Þóra Hrafnkelsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir.
- Auglýsing -

U16 ára landslið Íslands í handknattleik kvenna gerði jafntefli við norskar jafnöldrur sínar í fyrstu umferð riðlakeppni Opna Evrrópumótsins í Gautaborg í morgun, 20:20. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 10:10.


Leikurinn var í járnum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það náðu íslensku frumkvæðinu en norsku stelpurnar áttu góðan endasprett og jöfnuðu í síðustu sókn hálfleiksins. Staðan í hálfleik var 10:10.

Síðari hálfleikur hélt áfram að þróast svipað. Ísland var með yfirhöndina nær allan seinni hálfleikinn. Um miðjan hálfleikinn náði íslenska liðið fjögurra marka forskoti. Líkt og í fyrri hálfleik átti norska liðið góðan endasprett og náðu þær að jafna í lokinn

Ingunn María Brynjarsdóttir markvörður og Lýdía Gunnþórsdóttir. Mynd/HSÍ

Síðar í dag mætir íslenska liðið því portúgalska í annarri umferð mótsins sem fram fer í fjórum fjögurra liða riðlum.


Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Rakel Dórthea Ágústsdóttir 3, Kristbjörg Eiríksdóttir 2, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1.

Ingunn María Brynjarsdóttir átti stórleik í markinu. Hún varði 17 skot, 46% hlutfallsmarkvarsla.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -