- Auglýsing -

Hófu nýtt tímabil eins því síðasta lauk

- Auglýsing -


Íslandsmeistarar Vals unnu meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki enn eitt árið í röð með öruggum sigri á Haukum, 22:15, í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. M.a. var tveggja marka munur í hálfleik, 9:7.

Valur hóf þar með nýtt keppnistímabil á sömu nótum og síðustu leiktíð lauk, þ.e. með sigri á Haukum og bikar í kaupbæti.


Í síðari hálfleik var Valsliðið talsvert sterkara og úrslitin virtust ráðin löngu áður en leiktíminn var úti. Munaði ekki síst um framúrskarandi varnarleik og markvörslu Hafdísar Renötudóttur. Hún varð 20 skot á 56 mínútum, 61%. Virtist hún vera með leikmenn Hauka í vasanaum.

Haukar voru með allt sitt sterkasta lið en nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá síðasta tímabili. Munar mestu að Elín Klara Þorkelsdóttir er flutt til Svíþjóðar þar sem hún leikur handbolta með Sävehof. Nýir leikmenn eins og Aníta Eik Jónsdóttir, Embla Steindórsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir eiga enn nokkuð í land. Skotnýting liðsins var afar slök, ekki aðeins varði Hafdís markvörður Vals 20 skot heldur fóru mörg markskot framhjá eða yfir mark Vals.

Satt að segja átti maður von á meiru frá Haukum. Leiktíðin er hinsvegar rétt að hefjast og ekki ástæða til hrapa að ályktunum.

Þegar Valsliðið hefur stillt betur saman strengi sína og endurheimt Theu Imani Sturludóttur og Lilju Ágústsdóttur úr meiðslum virðist fátt geta orðið til fyrirstöðu. Mikill styrkur er fyrir varnarleikinn að Mariam Eradze er mætt til leiks eftir tveggja ára fjarveru. Hún sýndi í dag hvers hún er megnug.


Mörk Vals: Lovísa Thompson 5, Elísa Elíasdóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Arna Karitas Eiríksdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Laufey Helga Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 20/1, 60,6% – Elísabet Millý Elíasardóttir 1, 33,3%.

Mörk Hauka: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12, 35,3%.

Tölfræði HBStatz.

Keppni í Olísdeild kvenna hefst eftir viku.

Meistarar meistaranna 2025, Valur. Ljósmynd/Ívar
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -