- Auglýsing -
ÍR-ingar hófu umspilið um sæti í Olísdeild karla í handknattleik af miklum móð í dag þegar þeir kjöldrógu Fjölnismenn, 36:24, í Austurbergi í fyrstu viðureign liðanna. Næst leiða liðin saman hesta sína á mánudagskvöld í Dalhúsum, heimavelli Fjölnis. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki í rimmunni fylgir í kjölfar Harðar upp í Olísdeildina.
ÍR-ingar hófu leikinn af talsverðum krafti. Varnarleikurinn var traustur og með honum tókst að halda aftur af leikmönnum Fjölnis. Í hálfleik var fimm marka munur, 18:13, og svo sem ekki alveg öll von úti fyrir leikmenn Fjölnis. Leikmenn ÍR voru hinsvegar ekki á því að hleypa Fjölnismönnum inn í leikinn. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn 11 mörk, 30:19, og aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði, ekki hvorum megin hann hafnaði.
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 7, Dagur Sverrir Kristjánsson 6, Kristján Orri Jóhannsson 5, Arnar Freyr Guðmundsson 4, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 3, Bergþór Róbertsson 3, Gabríel Freyr Kristinsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Egilli Skorri Vigfússon 1, Eyþór Waage 1, Ólafur Atli Malmquist 1.
Mörk Fjölnis: Elvar Otri Hjálmarsson 8, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 6, Goði Ingvar Sveinsson 2, Elvar Þór Ólafsson 1, Ísak Örn Guðbjörnsson 1, Jón Bald Freysson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1, Victor Máni Matthíasson 1, Matthías C. Sæþórsson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1.
- Auglýsing -