- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfum ekki áður mætt jafn hröðu liði og Val

István Pásztor þjálfari FTC ræðir við sína menn. Mynd/Heimasíða FTC, Fradi.hu
- Auglýsing -

„Leikurinn verður prófsteinn fyrir okkur þar sem við höfum ekki mætt liði sem leikur jafn hraðan handknattleik og Valur gerir. Leikurinn verður mikil og góð reynsla fyrir okkur,“ segir István Pásztor þjálfari ungverska liðsins FTC á heimasíðu félagsins.


FTC sækir Íslandsmeistara Vals heim í 1. umferð B-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik í Origohöllina annað kvöld klukkan 18.45.

István Pásztor er 51 árs gamall og þreytir frumraun sína sem aðalþjálfari félagsliðs. Hann tók við þjálfun FTC (Ferencváros) í sumar. Pásztor lék í 15 ár með Veszprém og í sex ár með Balatonfüredi áður en hann lagði skóna á hilluna fyrir átta árum. Á ferli sínum sem handknattleiksmaður lék hann 215 landsleiki árunum 1988 til 2010 og tók m.a. þátt í þremur heimsmeistaramótun, fernum Evrópumótum auk Ólympíuleika. Pásztor var valinn handknattleiksmaður Ungverjalands 1996, 1999 og 2001.

Tryggðu þér aðgöngumiða á viðureign Vals og FTC á morgun. Miðasala á Tix.is.

Pásztor segir áhuga sinn og vilja vera til þess að FTC leiki einnig hraðann handknattleik. „Það verður gaman að sjá hvernig mínir menn bregðast við hraðanum í Valsliðinu,“ sagði Pásztor en hann er væntanlegur til landsins síðdegis í dag með sveit sína, rúmlega sólarhring áður en flautað verður til leiks.


FTC hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur til þessa í ungversku 1. deildinni. Á föstudaginn vann FTC liðsmenn Veszprémi KKFT með 17 marka mun á heimavelli í Búdapest, 40:23. Veszprémi KKFT verður einnig á meðal þátttökuliða í Evrópudeildinni sem hefst á morgun.


Miðað við úrslitin á föstudaginn er ljóst að leikmenn FTC mæta með blússandi sjálfstraust í Orighöllina annað kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.45.

FTC fór í gegnum tvær umferðir í undankeppni Evrópudeildarinnar. Í fyrstu umferð vann FTC rúmenska liðið Miaur Baia Mare 36:27 og 38:22. Í annarri umferð var mótspyrnan meiri gegn öðru rúmensku liði, Steaua Búkarest. FTC tapaði, 33:31, í Búkarest en vann í Búdapest, 35:31.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -