- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfum fulla trú á að við getum komið á óvart

- Auglýsing -

„Við erum að fara í mjög stórt verkefni. Ungverska liðið er mjög öflugt enda ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki. Það leikur mjög kraftmikinn handknattleik og á miklum hraða,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í samtali við handbolta.is í Skopje í morgun í aðdraganda viðureignar Íslands og Ungverjalands í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handknattleik.

Leikurinn hefst klukkan 16 í Jane Sandanski Arena, íþróttahöll höfuðborgarliðsins Vardar og ætlar handbolti.is að fylgjast grannt með leiknum eins og öðrum hjá íslenska landsliðnu á þessu móti.

„Við höfum farið vel yfir ungverska liðið og reynt að finna veikleika á leik þess og teljum okkur eiga ákveðna möguleika. Ljóst er að margt verður að ganga upp til þess að leggja þær að velli en við höfum fulla trú á að við getum komið á óvart. Til þess verðum við að leika af miklum aga og skila okkur vel til baka. Ungverska liðið hefur skorað 65% marka sinni á mótinu í hröðum upphlaupum, fyrstu, annarri og þriðju bylgju,“ sagði Ágúst Þór sem hefur legið yfir leikjum ungverska liðsins ásamt Árna Stefáni Guðjónssyni hinum þjálfara landsliðsins.

Níundi leikurinn á tveimur vikum

Leikurinn í dag verður sá níundi hjá íslenska liðinu á hálfum mánuði að meðtöldum þremur æfingaleikjum áður en mótið hófst. Ágúst Þór segir ástandið á leikmannahópnum vera gott. „Allar eru fitt og spenntar fyrir leiknum í dag.

Við höfum verið lengi saman hér ytra. Liðsheildin er feikilega öflug. Hópurinn stendur vel saman. Við ætlum að gefa allt í leikinn í dag og sjá til hversu langt það fleytir okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í samtali við handbolta.is í Skopje í morgun.

Leikur Íslands og Ungverjalands á HM í dag hefst klukkan 16. Handbolti.is er í Skopje og fylgist með leiknum í textalýsingu auk þess sem hlekkur verður á streymi frá viðureigninni auk viðtala í kjölfar viðureignarinnar.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -