- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hollendingar eru tibúnir í uppgjör við Dani

Henrik Signell, hinn sænski þjálfari hollenska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Hollenska landsliðið er tilbúið í úrslitaleik við Dani um annað sæti í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handknattleik á miðvikudagskvöldið. Holland vann Sviss örugglega í þriðju umferð milliriðlakeppninnar í Vínarborg í dag, 37:29, eftir að hafa farið á kostum í fyrri hálfleik og skoraði 24 mörk og verið með yfir 80% sóknarnýtingu.

Landslið Sviss rekur lestina í riðlinum án stiga og mætir Evrópumeisturum Noregs í síðustu umferð á miðvikudagskvöld.


Hollendingar voru yfir í hálfleik í dag gegn Sviss, 24:17. Strax eftir um stundarfjórðung var ljóst að hollenska landsliðið ætlaði ekki að gefa neitt eftir. Það hafði þá skoraði 13 mörk gegn sjö mörkum frá landsliði Sviss.

Hollendingar hafa þar með sex stig í öðru sæti milliriðils tvö. Danir geta jafnað metin við Hollendinga takist þeim að vinna Slóveníu í kvöld í leik sem hefst klukkan 19.30. Í millitíðinni eigast við Noregur og Þýskaland kl. 17.

Noregur á víst annað af tveimur efstu sætum riðilsins vegna hagstæðrar stöðu í innbyrðisleikjum gegn Danmörku og Hollandi.

Zoë Sprengers var markahæst í hollenska liðinu með sjö mörk. Angela Malestein og Dione Housheer skoruðu fjögur mörk hvor. Daphné Gautschi var atkvæðamest hjá landsliði Sviss með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -