- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Hollendingar lögðu Frakka og mæta Ungverjum

- Auglýsing -

Hollendingar unnu heimsmeistara Frakka í síðasta leik milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Rotterdam í kvöld, 26:23. Hollenska liðið varð þar með í efsta sæti milliriðils fjögur og leikur við ungverska landsliðið í átta liða úrslitum á miðvikudagskvöld. Frakkar mæta Dönum sama kvöld, einnig í átta liða úrslitum.


Hollendingar voru með frumkvæðið lengst af viðureigninni í kvöld. Vörn liðsins var öflug og einnig Yara Ten Holte markvörður. Hún varði 14 skot, 40%, og var valin besti leikmaður viðureignarinnar.

Hollenska liðið var marki yfir í hálfleik, 14:13. Í síðari hálfleik var hollenska liðið með tveggja til fjögurra marka forskot allt til leiksloka.

Hollendingar fjölmenntu á leik Hollendingar og Frakka í Ahoy í Rotterdam í kvöld. Ljósmynd/EPA

Fyrsta tap Frakka

Franska landsliðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu. Það er ekki eins öflugt og t.d. fyrir tveimur árum þegar það varð heimsmeistari. Nokkrir öflugir leikmenn eru fjarverandi vegna meiðsla og fæðingarorlofs.

Bo van Wetering var markahæst í hollenska liðinu með fimm mörk. Dionne Housheer, Angela Malestein og Kelly Dulfer skoruðu fjögur mörk hver.

Tamara Horacek skoraði sjö mörk fyrir Frakka og var ásamt Hatadou Sako markverði besti leikmaður liðsins. Sako varði 15 skot, 42%.


Átta liða úrslit HM kvenna:

9. desember, Dortmund: Þýskaland – Brasilía, kl. 16.15 – RÚV2.
9. desember, Dortmund: Noregur – Svartfjallaland kl. 19.30 – RÚV2.

10. desember, Rotterdam: Holland – Ungverjaland, kl. 17 – RÚV2.
10. desember, Rotterdam: Danmörk – Frakkland, kl. 20 – RÚV2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -