- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hópveikindi hjá Veszprém – hætt við æfingar og keppni

Margir leikmenn ungverska meistaraliðsins Veszprém eru veikir eftir æfingaferð til Þýskalands. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska meistaraliðið Veszprém, sem landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson leikur með, hefur aflýst þátttöku á æfingamóti um næstu helgi vegna veikinda meðal flestra leikmanna liðsins. Hver á fætur öðrum veiktust leikmenn og starfsmenn liðsins á æfingamóti í Halle í Þýskalandi um síðustu helgi.

Annað hvort er um að ræða matareitrun eða vírus sem herjar á liðið. Nokkrir hafa þurft að fara inn á sjúkrahús vegna veikindanna en rannsókn á ástæðum þeirra stendur yfir.

Veikindanna varð fyrst vart á laugardaginn í aðdraganda fyrsta leiks Veszprém á mótinu. Daginn eftir voru átta leikmenn veikir. Eftir það bættust fleiri í hóp veikra.

Til að bæta gráu ofan á svart þá voru tafir og seinkanir á heimferðinni sem varð til þess að leikmenn og starfsmenn Veszprém komust ekki heim fyrr en sólarhring á eftir áætlun.

Allar æfingar hafa verið felldar niður þessa vikuna enda skiptir heilsa leikmanna öllu máli, segir í tilkynningu félagsins.

Eftir því sem næst verður komist hafa veikindin verið bundin við leikmenn Veszprém. Þýsku liðin Füchse Berlin og THW Kiel auk franska liðsins Nantes tóku einnig þátt í mótinu í Halle.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -