- Auglýsing -

Hörður hefur samið við brasilískan markvörð

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við 21 árs gamlan brasilískan markvörð, Emannuel Augusto Evangelista. Standa vonir til þess að Brasilíumaðurinn verði klár í slaginn í Olísdeildinni þegar Hörður sækir Íslands- og bikarmeistara Vals heim í Origohöllina föstudaginn 16. september. Það verður jafnframt fyrsti leikur nýliðanna í Olísdeildinni en viðureign þeirra við ÍBV í fyrstu umferð var frestað fram í byrjun október vegna þátttöku ÍBV í Evrópubikarkeppninni eftir rúma viku.


Evangelista kemur frá LPH Sorocaba í heimalandi sínu. Hann er sagður hafa leikið fyrir yngri landslið Brasilíu og mun vera stór og stæðilegur eins og segir á Facebook-síðu Harðar.„Það er von okkar Harðverja að hann hjálpi okkur í þeirri baráttu sem framundan er í Olís deildinni en ljóst er að ungt lið okkar mun eiga verðugt verkefni fyrir höndum,“ segir ennfremur í tilkynningu Harðar. Fyrir eru hjá liðinu markverðirnir Rolands Lebedevs og Stefán Freyr Jónsson.Eftir því sem næst verður komist verður Evangelista fyrsti Brasilíumaðurinn til þess að leika í efstu deild handknattleiks karla hér á landi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -